Jól
Jólin bara over, búið að borða matinn og opna pakkana og fara í slatta af jólaboðum og þessháttar. Jólin voru þetta árið haldin hátíðleg hjá tengdaforeldrum mínum og þetta voru líka mín bestu jól í mörg ár?? með ástinni minni og úff, já engin læti og hamagangur. Bara rólegheit. Fékk að borða rjúpur í fyrsta skipti sem voru mjög góðar og bara allt alveg voða gott og gómsætt. Gjafirnar sem við fengum hittu allar beint í mark! Steini gaf elskunni sinni voða fallegt glitrandi armbandsúr sem mín er í skýunum með. Síðan fengum við ýmislegt sem kemur sér vel á heimilinu og má þar nefna, asíska uppskirftabók sem við fengum frá Grýlu, sósuskál frá Betu og co, skrúfjárnsett til mín frá Siggu og co ásamt kaffibrúsa handa Steina, rosa töff matarskálar frá Gísla bróður steina og Lindu, gardínur (tilvonandi) í stofuna frá tengdaforeldrunum, sængurverasett frá pabba og Guðrúnu og rosalegan örbylgjuofn frá elsku mömmu. Gaf líka sjálfri mér smá pakka en það var séría af Grey´s anatomy sem ég er að reyna að komast inn í núna, búin með þrjá þætti- voða spennó! Takk fyrir okkur þetta eins og áður sagði hitti allt beint í mark og ekki síst öll jólakortin!! Við sendum nokkur slík í ár en fengum enn fleiri tilbaka, sendum vonandi fleiri næst.


0 Comments:
Post a Comment
<< Home