Blessuð blíðan!
Kíkti niður í miðbæ áðan í frábæru veðri. Fattaði þá að ég hafði misst af maraþoninu- hélt að það ætti að vera næstu helgi.?? En verð bara með næst. Bölvað klúður! Snilldar veður, loksins náði Siggi Stormur eða Siggi svikari eins og ég kýs að kalla hann að kalla fram gott veður, held reyndar að hann hafi ekki spáð þessari blíðu en hefur líklega ekki þorað að spá góðu veðri:-)
Talandi um blíðu þá er ég búin að sitja inni síðastliðnu tíu daga því að ég var í upptökuprófi og ekkert smá dugleg að lesa. En lenti síðan í alveg snilldar atriði í prófinu sjálfu- skráði mig e-ð vitlast í þetta próf þannig að ég var ekki skráð í það. Allt sett í gang til að sjá hvað hefði farið úrskeiðis en ekkert kemur í ljós en til að gera langa sögu stutta þá fékk ég að taka prófið og það 20 min á eftir hinum, fékk ekki fullan próftíma, yfirsetu "kellingin" í prófinu hellti sér yfir mig í prófinu bara til að vera leiðinleg og gera mig enn stressaðari og ég sem sagt sat eins og glæpón í prófinu!!! Hvað er málið?! Hélt kannski að mér þætti þetta svona rosalega gaman að fara í próf þar sem ég hef svona bilaðan áhuga á því eða þannig! En þetta gekk allt saman og náði að fara *3 yfir prófið.
Jæja komin tími á að fara á kv- vakt (næstsíðasta vaktin í sumar)!
cya


1 Comments:
Lilja þú tekur mig næst með í þetta Maraþon.Ég hef nú bara aldrei farið ;-)
Post a Comment
<< Home