Jólin eru að koma...
Vuhú! Prófin loksins búin. 5 stykki takk. Allt gekk þetta vel og bara þokkalega vongóð með niðurstöðurnar. Steini er að koma innan nokkurra klukkustunda og þá mega jólin koma hjá mér! Hann er nú meiri snillingurinn, búið að ráða hann til Flugleiða, fer á námskeið hjá þeim í byrjun árs svo við getum kannski í fyrsta sinn verið saman í meira en þrjár vikur í senn.
Fór út að borða með skólasystrum mínum í gær á þennan snilldar veitingastað Red chili mmm.... Frábært kvöld og mikið slúðrað, aðallega um yfirvofandi þyngdaraukningu innan bekkjarins þar sem þær eru fleiri og fleiri að bætast í hóp þeirra óléttu. Já, já ekkert svoleiðis hjá minni. Fékk mér nokkra bjóra þarna með þeim í gær á mánudagskvöldi NB! og er ekki að gera góða hluti þessa stundina, úff . . sé alveg eftir þessum bjórum núna, engin morgunógleði þetta kallast held ég frekar þynnka!
Þetta er nú meira bullið í mér mæli ekki með því að blogga þegar maður er þunnur, kemur eintóm steipa uppúr manni. En ég er bara orðin svo skrambi vön því að sitja við skrifborðið mitt að vesenast á netinu, pikka inn verkefni, gera heimadæmi eða lesa glærur frá kennurum að ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera núna?? Ætla samt að reyna að fara að gera e-ð eins og að kaupa jólagjafir.
Gleðileg jól


0 Comments:
Post a Comment
<< Home