Rólegheit og rómantík
Kominn tími á blogg? Allavegana er Steindór orðinn frekar leiður á bloggletinni minni.
Frekar dapurt líf þessa stundina- það er verslunarmannahelgin og ég á annari næturvakt af þremur. Lífgaðist reyndar öll við í dag þegar ástin mín hringdi og tilkynnti að hann væri að koma heim á morgun. Hef annars frá engu að kjafta, næsta vika mun fara í lestur fyrir lífeðlisfræðipróf en engin vinna, bara lesa og leyfa Steina að kyssa mig þess á milli:-)Farin að hlakka til að komast í frí og fara að mála og spasla veggi í nýju höllinni okkar.


0 Comments:
Post a Comment
<< Home