bbb

Thursday, August 24, 2006

Fimmtudagur

Þetta er nú meiri fimmtudagurinn!
Verð að fá að tjá mig aðeins um þennan dásamlega dag. Vaknaði með Steina kl níu og knúsaði hann til hálf tíu meðan ég japlaði á AB-mjólkinni minni með musliinu- .mmmmm.... Síðan var tekin stefnan á Tröllaborgir 23. Við komin í þetta svakalega vinnustuð. planið að klára að mála alla veggina í íbúðinni á einum degi (Not!)! Síðasta umferðin á veggina! Við byrjuðum á fullu- ýkt dugleg. Mála, mála, mála. Gekk eins og í sögu. Tíu minutna kaffipása og svo bara "áfram" drífa sig! Ég eins og harðstjóri á Steina "ekkert golf fyrr en þú klárar að mála"! Fór reyndar sjálf í golfkennslu með tengdó sem var svo engin golfkennsla en við slóum í nokkra bolta þrátt fyrir að við hefðum ekki verið skráðar í neina kennslu. Kíktum á Steina eftir golfið - til að sjá hvernig honum gengi að mála. kapútt! bara búinn að mála kl 18! Við erum nú meiri vinnufíklarnir!.
Hann komst þá í golf og ég ein eftir og hringdi í Röggu stuðbolta og hún bauð mér auðvitað í heimilislegan sveita-mat eða hrísgrjónagraut með slátri! Alvöru húsmóðir. Takk Ragga! síðan tók við Rock star áhorf með doritos.
Er núna alveg að leka niður.
Góða nótt
p.s myndir væntanlegar af afrekum okkar í Tröllaborgum:-)

1 Comments:

At 4:10 PM, Anonymous Anonymous said...

Hlakka ekki smá til að sjá fínu íbúðina ykkar. Ég var að koma úr 2 daga gaunguferð með skólanum alveg búin á því. Sakna þín Snúllan mín heyrumst sem fyrst. Arna á Vatninu :-)

 

Post a Comment

<< Home