bbb

Sunday, June 29, 2008

Matarprógram


Góða kvöldið, nú er glatt á hjalla eða glatt og ekki glatt.

Það nýjasta nýtt hja Liljunni er að hún er búin að taka matarræðið í gegn. Ég er búin að vera í viku í rosaelgu prógrammi. Ég var ekki alveg sátt við mig, var farin að þyngast ískyggilega hratt. Þannig að eina leiðin var að taka í taumana áður en vigtin færi að hraða enn á sér!

Ég er nú bara að gera þetta upp á eigin spýtur. Googlaði upp "matarprógram" og komst yfir e-ð matarprógrami fyrir íþróttafólki, sem gekk út á það að vera endalaust að borða allan daginn en hollan mat og er svona hálfpartinn að fara eftir því en ég passa ekki alveg inn í þann hóp þar sem ég er ekki mikið í íþróttum þessa dagana. Þannig að ég reyni að halda mér við holla matinn, þ.e ávexti, grænmeti, skyr, morgunkorn, magurt kjöt, kjúkling og fisk.
Ég byrjaði s.l mánudag og þetta hefur gengið ágætlega, hef voða mikið haldið mig við skyr og banana yfir daginn ásamt því að fá mér holla subway og samlokur, orkubör, vatn og ávaxtasafa. Síðan leyfi ég mér einn "nammidag" í viku, þar sem flest allt er leyfilegt!

Skellti mér í Nóatún áðan að kaupa i matinn og þegar ég gekk inn kom á móti mér rosalega góð matar lykt en ég tók stefnuna á ávaxta og grænmetis hluta búðarinnar meðan hinir viðskiptavinirnir fóru í hamborgarana! Í þessari innkaupaferð minni var einungis keypt inn ávexti, grænmeti og eitt orkubar!!! Þetta er nammið mitt þessa dagana! Já í dag át ég einungis ávexti, grænmeti og orkubar! Þessi ávaxtadagur var ákveðinn í gærkvöldi þegar ég ákvað að stíga á vigtina fyrir svefninn, sem var ekki alveg það sniðugasta! Hafði þyngst eftir allt erfiðið!! Það furðulegasta var í morgun þegar ég steig á vigtina þá hafði ég sem sagt lést um tæp 2 kg á einni nóttu!!! Gaman að því!

Þetta er nóg í bili, verð með fréttir í næsta bloggi... muhahahah. eitt hint... e-ð í tengslum við ferðalag!
chao bellas

Sunday, May 11, 2008

Að gera sér glaðan dag!


Þá erum við Sóley loksins búnar að skila lokaverkefninu til leiðbeinandans (sem NB heitir lika Sóley). Það má segja að okkur hafi gengið mjög vel að vinna saman, höfðum til að byrja með smá áhyggjur um hvort vinskapurinn mundi endast, og viti menn við þolum ennþá hvor aðra. En þessi lokaverkefnistími hefur verið nýttur til hins ítrasta, við hugsuðum þetta frá byrjun sem vinnu, þar sem við mætum kl c.a 9-10 á morgnana og stimplum okkur út á milli kl 16- 22 á kvöldin, svona eftir stress stauts!
Vorum alveg að fara að gefast upp í síðustu viku þegar leiðbeindandi endaði á að kalla okkur inn á "teppið" þurftum að laga nokkra kafla sem við héldum að væru góðir en þetta hófst með baráttuviljanum!
Við gátum samt sem áður gert okkur glaðan dag á fimmtudaginn (daginn f skil), þar sem við skelltum okkur í göngu gegn slysum sem var frá Landspítalanum á Hringbraut til Fossvogs, í alveg hreint steikjandi blíðu!. já, við hættum snemma þann daginn, þar sem eftir gönguna tók við enn meiri skemmtun þar sem við ákváðum að halda áfram í góðgerðarstarfseminni og það með að styrkja gott málefni en það var Blátt áfram sem stóðu fyrir styrktartónelikum á Nasa, fullt af snillingum sem komu fram og sungu!
Ég var síðan í gær boðin í afmæli til Örnu bekkjasystur sem var alveg meiriháttar, þar sem við erum nú að klára námið þurftum við að rifja ýmis atriði upp, já claususinn var ræddur í þaula, sem var alger snilld, þ.e þegar við vorum allar að keppast við hvor aðra um að komast áfram, hverjir voru kennarasleikjur og hverjir gjömmuðu mest... jarí jarí jarí
En jæja best að halda áfram að njóta þess að vera búin að skila lokaverkefninu!
og btw... nenni ekki lengur að blogga þar sem mig vantar orðið stuðningshóp! Hvar eru KOMMENTIN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Saturday, April 12, 2008

Frægðin kallar


Komin timi á blogg! Hef samt frá engu að segja,
Ég er að undirbúa mig undir síðustu prófin í B.S . Barnahjúkrunar og Bráðahjúkrunarpróf í næstu viku!!! Þannig að ég er bara að fara að klára Þetta, samt nóg eftir! Lokaverkefnið, það þarf víst að klára það!

Nú er farið að styttast í að ég verði fræg! Þar sem ég verð ég forsíðuefni tímarits hjúkrunarnema, Curator! Já, það getur verið erfitt að vera vinsæl, á von á því að það rigni inn atvinnutilboðunum þegar blaðinu verður dreift út en það verður bara “to bad”fyrir þá því ég er búin að ákveða hvar ég mun vinna í sumar, já, hin Almenna skurðdeild LSH var fyrst til að bjóða í mig, svo ég tek ekki öðrum tilboðum nema hinir bjóði betur, en efast um það þar sem Almenna skurðsviðið toppar allt!

En uss! Barnahjúkrunin bíður!

Friday, March 07, 2008

STUD


Lokaverkefnis vikurnar okkar Sóleyjar eru búnar í dag! Þetta byrjaði vel en endaði ekki jafnvel, bjartsýnin í hámarki þegar þetta gekk vel í byrjun, en erum orðnar frekar tómar núna, fórum reyndar aðeins í gang í gær þegar við vorum um að vinna í verkefninu framm á nótt og kominn smá svefngalsi í okkur, þá kom framkvæmdagleðin yfir okkur! Erum að vinna niðurstöður núna og það tekur tíma að flokka og raða í gott samhengi, nú eigum við að hætta þangað til í lok apríl en núna er mest spennandi verkefnið!!! Helgin mín fer þá kannski aðeins í þetta.

Það er rosa gaman að vera Lilja í dag! Því ég hef getað verið að gera það sem mér finnst skemmtilegast á milli þess sem ég hef skrifað ritgerðina og það er að renna mér á skíðum og það með engum öðrum en Steindóri, ég er ýkt ánægð með að hann sé kominn með áhugann fyrir þessu sporti!!! Gæinn er kominn með allar helstu græjur sem þarf að eiga til að geta stundað þetta sport að alvöru! Hann hefur nú verið með svaka yfirlýsingar um að hann ætli að BAKA mig og BRUNA á undan mér niður brekkurnar, hef ekki ennþá séð það gerast en það geta enn kraftaverk gerst!

80 dagar í Mexíkó ferðina!!! Söfnunin gengur vonum framar, ég er búin að safna mér fyrir rúmlega helming ferðarinnar!

Ég gerðist svo fræg á eurosvision kvöldinu fyrir 2 vikum að skella með í aðal stuðið á NASA, þar sem enginn annar en PÁLL ÓSKAR SÁ UM STUÐIÐ! Mjög gaman. Ég var ekki alveg að fíla mig með lýðnum á dansgólfinu þegar ég, Arna og Ragga mættum á svæðið, og því var ég ekki lengi að hoppa upp á næsta pall við sviðið og dansa þar! Ragga og Arna hlóu að mér og eltu mig síðan, gerði mér engan vegin grein fyrir því að þeta var fyrir VIP liðið, en ég er auðvitað svo merkileg þannig að mér fannst ég eiga heima þarna og lét líka þannig! Þetta var STUUÐ!!!!!

Í næstu viku er ég að byrja í verknámi á bráðamóttöku barna, verknámið (verkefnin) á víst að vera með því strembnara sem við höfum upplifað, svo það er greinilega málið að láta hendur standa fram úr ermum!

Monday, January 28, 2008

"Hann Tumi fer að fætur við fyrsta hanagal"


Það er janúar morgun þegar Lilja vaknar upp kósveitt eftir fremur svefnlausa nótt. Farsíminn hennar hringir hinu vanalega stefi, já þessu rólega og ljúfa og lága stefi, sem þýðir að nú sé kominn tími til að vakna. Hún ýtir á hnapp á símanum sínum sem gefur henni 5 min hvíldarpásu milli stefa, en það gefur henni færi á að slefa í koddann.
Stefið er farið að hafa minnkandi áhrif á hana með tímanum og svæfir hana frekar en að vekja hana.
Kvöldinu áður hafði hún ákveðið að taka í taumana, nú var nóg komið. Hún stillti heimasímann sinn og lét hann hringja 20 min á eftir farsímanum en heimasímann staðsetti hún inni í eldhúsinu. Þegar hann síðan byrjaði að suða eða ekki beint suða heldur spila 9 sinfóníu Bach (eða e-ð álíka) með háum tón sem allir í nágrenninu vakna við, þá rýkur Lilja á fætur, hún sprettur frammúr og slekkur á þessari hringingu. Þá var ekki lengur til setunnar boðið, nú varð hún að vakna. Fyrir aftan símann var hraðsuðuketill tilbúinn til að sjóða vatn, bolli fyrir framan hálffullur af haframéli og 1 vítamínskammtur ásamt lýsi. Hún lætur hraðsuðuketilinn vinna á meðan hún skellir sér á salernið, burstar tennur og þetta vanalega... býr síðan pennt um rúmið eins og sannri húsmóður er einni lagið. Þá er vatnið soðið og tilbúið til að blandast haframélinu. Síðan japlar hún á hafragraut og holla “stuffinu” !! Síðan er það bara “load and go” en það voru orðin sem hún lærði þann daginn, eða hlaða og hlaupa. Þar sem þetta var hennar fyrsti verknáms dagur á slysó.

Thursday, January 17, 2008

Sidasti skoladagurinn




Síðasti skóladagurinn á morgun. Spurning hvort hann verði öðruvísi en hinir? Við erum reyndar á fullu að taka upp myndband af okkur skvísunum fyrir árshátíðina sem verður þann 9. febrúar n.k. Vorum í gær að taka upp senur þar sem við lékum læknanema á stofugangi sem var frekar fyndið. Á morgun er það síðan fyrirlestur í bráðahjúkrun og fundur hjá félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, já það vilja allir ólmir fá okkur á fund þegar við erum loksins að klára námið.
Héldum hið sívinsæla hádegisverðarhlaðborð skólans í dag. Sem gekk vonum framar, náðum að selja allan baksturinn okkar.

Verð nú að fá að segja frá undrum og stórmerkjum sem enn gerast. Steindór bauð mér í skíðaferð til Akureyrar s.l helgi. Hann hefur ekki stigið á skíði í svona 20 ár og lét verða að því núna. Fengum íbúð á Akureyri hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna sem var snilld. Fórum á skíði á laugardeginum í alveg hreint snilldar veðri, sól og blíðu. Hann kom mér alveg svakalega á óvart hehehe... ekkert vantraust samt. Þurfti strákinn ekki nema eina ferð til að koma sér í skíðafílinginn.. hann renndi sér af fullum krafti niður brekkurnar, fórum tvær ferðir í barnalyftunni og svo beint í stólinn!!! Eftir þetta má segja að vinsælasta sportið á heimilinu sé skíði!!!

Fórum um kvöldið í rómantískan dinner á Bautanum og nutum félagskapar þessa hérna (mynd)/(hvað sem þetta er nú eiginlega)??:


En annars leikur lífið við mann. Steindór er að fara í útiveru hjá Atlanta til Jedda á laugardaginn. Síðan þykist hann ætla að skella sér í golferð með fjölskyldu sinni í lok febrúar, hann má það ef hann verður góður við mig... hehehhe...

En skólinn á hug minn allan þessa dagana. Er að fara á Reykjalund í næstu viku í verknám sem ég valdi sjálf og síðan tekur við slysó í fossvogi og gjörgæslan við hirngbraut. Lokaverkefni og barnahjúkrun, próflok 21. Apríl, skil á lokaverkefni, vörn á lokaverkefni, útskrift 14. Júní!!! Og síðast en ekki síst Mexíkó 26. Maí til 12. Júní.

Monday, December 31, 2007

6 ferðalangar i skiðaferð a Italiu


Þessi jóla-áramótaskíðaferð er nú búin að vera alger snilld. Hér vaknar maður kl 8 á morgnana á undan öllum Ítölunum til að ná brekkunum nýtroðnum og góðum. Skíðar alveg villt og galið til kl 11:00 þegar Ítalirnir eru vaknaðir og farnir að teppa brekkurnar. Þá tekur við barningur við lyfturnar, þ.e að berjast um að fá að vera í röðinni, já, Ítalir kunna sko ekki að vera í röð frekar en Íslendingar. Við vorum ekki lengi að læra á þetta. Það sem gildir er að stinga þá með skíðastöfunum, berja aðeins í þá með öxlunum og reyna að breiða aðeins úr skíðunum og íta þeim út í horn, því þeir kalla sko ekki allt ömmu sína. Síðan þegar maður hefur fengið sig fullsadda á svínaríinu á þeim, þá er málið að skella sér á restaurant sem eru staðsettir víðsvegar um fjallið, svona um kl 11:30, en það er áður en þeir verða svangir, þá sleppur maður við að vera með þeim í röð eftir mat. Síðan þegar maður er búin að fá sér smá í gogginn, þá er málið að skíða nokkrar ferðir á meðan að brekkan er auð því þá eru Ítalirnir allir farir að éta. Svo þegar þeir koma aftur þá er málið að finna nýjar leiðir um fjallið og skíða þær. Síðan að finna góða leið í lok dags til að skíða sem næst hótelinu okkar ARNICA.

Þessi skíðaferð er búin að vera svo mikil snilld. Fyrsta daginn voru smá ský á himnum, en síðan hefur verið heiðskýrt og steikjandi sól alla hina dagana nema í gær þegar það snjóaði slatta efst í fjallinu.
Fór annan daginn minn í skíðakennslu hjá Ítölskum skíðakennara Stefano, sem lét mig skíða á carving skíðum sem eru snilld. Aðal málið hjá honum var að ég fengi skíði sem færu mér vel, Ítalir eru allir í tískunni. En allavegana þá rifjaði hann upp fyrir mér það sem ég lærði þegar ég var að æfa skíði á sínum tíma. Byrjaði á því að vorum efst í fjallinu og skíðaði með mig niður allt fjallið í svakalegum beygjum sem tóku vel í lærin, svo vorum trixin æfð á carving skíðunum. Smá samvikubit núna að hafa ekki keypt ein slík eftir kennsluna þar sem mín skíði eru orðin slæm, allir kantar uppnotaðir og mjög erfitt að stoppa mig af.
Dolinda og family alger snilld! Ég og Már höfum verið hvað villtust í skíðunum, erum reyndar ekki búin að fara í svörtu brekkurnar, en það er einn dagur eftir enn?? Við höfum vakað snemma og skellt okkur í eina rauða brekku sem er alveg draumur snemma að morgni, hún er svona í brattari kantinum, svo þar er hægt að æfa öll trixin og taka vel á því. Síðan hefur Kjartan sem er að verða “táningur eftir 3 daga” verið á snjóbretti og er orðin alger snillingur á því, búin að fara nokkrum sinnum í kennslu og búinn að læra aðal trixin sem nauðsynlegt er að kunna á snjóbretti. Síðan er það Sveinn Rúnar sem er 8 ára hann tekur okkur hin í bakaríið. Hann fór í skíðakennslu fyrstu dagana og er orðinn svaka töffari eftir það. Verður frekar pirraður þegar við segjumst ætla í Rauðu brekkurnar og hann fái ekki að koma með því þær séu svo brattar, (það er auðvitað hardbannað að "skilja útundan") já, hann fer sko létt með þær og tekur frammúr okkur öllum.

Þetta er nú bara smá shortcut á aðalatriðunum
Ciao Ciao bella!!

Friday, December 07, 2007

A skiðin fyrir jolin!

Meiri fréttir af WC
Er alveg að faraast í skrokknum eftir æfingu sem ég fór í í fyrradag. Ég mætti eftir smá hlé í interval tíma (sem er n.b tími sem tekur á bæði styrk og þoli), er reyndar búin að prófa kickbox tíma en það var um daginn. En já eins og ég var að segja þá var þetta vont þ.e.a.s í dag og líka meðan á þessu stóð.
Tíminn byrjaði vel á meðan maður var að dilla sér í takt við dúndrandi stuð músík, síðan lét kennarinn okkur gera masssívar hnébeygjur- alveg endalaust lengi, eftir þær titraði ég svo og skalf í fótunum. Síðan tók við hlaup og hopp og skopp, ég reyndi að pína mig eins og ég gat, hef aldrei vitað annað eins. Áfram hélt brjálæðið og við tóku massív átök á efri helming líkamans þ.e hendur og það var heldur ekkert af auðveldari kantinum þá byrjuðu lærin að skjálfa meira.
En hvað um það, en allavegana hélt ég að ég væri sú eina sem væri að farast eftir tímann, en það voru fleiri og vanar manneskjur sem töldu þetta vera massívt púl- við kölluðum tímann jólaáts átakið mikla! Eða í kjólin fyrir jólin. Eða eins og ég ætti að segja á skíði fyrir jólin.
Síðan eftir tímann hef ég auðvitað verið að versna, síðastliðin nótt var hrikaleg þar sem ég er vön að snúa mér á alla kanta meðan ég er að sofna og það var þvílíkt erfitt síðustu nótt, það var eins og ég væri að lyfta grjóti þegar ég færði fæturna.
En stundum verður maður að hafa það aðeins vont til að geta haft það gott síðar, og það á við vonandi núna, vona að skíðaferðin verði betri fyrir vikið, þ.e að ég renni betur niður brekkurnar á Madonna di campiglio.

Held að þið lesendur góðir verðið að sætta ykkur við myndalausa bloggfærslu í þetta skiptið, bicepsinn ekki orðinn nógu frægur til þess að láta sjá sig aftur á blogginu.

Tuesday, November 13, 2007

Allt BLATT i Krummaholum!


Var að koma úr skýrslulestri hjá Röggu hjúkku áðan, en hún býr í Krummahólunum í breiðholtinu. Það er nú alskonar skrípalýður sem býr þarna.

Það sem ég ætla að segja frá TOPPAR ALLT!
Ég kem sem sagt út á bílaplanið í Krummahólum og heyrði þetta líka rosalega gól, og lít upp og hlusta og þá var þetta ekki köttur að breima heldur e-r BEYGLA að fá gott SEX og bara í beinni frá krummahólum !!!!!!!!!!!! og ég er ekkert að tala um einhver óp hedur ÖSKUR í þúsundasta veldi!!!!!

Á; JÁ; ÁFRAM;  KOMA SVO; MEIRA!! MEIRA !!!
Ég hélt í alvörunni að það væri komið Gamlárskvöld miðað við hávaðann sem dundi út um allt. Jörðin gersamlega SKALF!!!
Helt nú satt best að segja að það væri ekkert sem toppaði T23!!! hehe, en þarna eru greinilega komnir keppinautar!

Friday, November 09, 2007

Hugleiðingar og heimsreisa


Þá er það loks komið á hreint, við hjúkkur 2008 erum að fara saman í útskriftarferð til Mexico strax eftir rannsóknardag þann 23. maí n.k!!!
Planið er núna að reyna að lengja ferðina úr 16 dögum í 18 daga og vera 2 daga í New York og síðan er möguleiki að skella sér til Kúbu í ferðinni.
Þetta á sko eftir að halda mér gangandi, vitandi af því sem kemur eftir allt þetta púl sem er eftir í skólanum.
Spennan er reyndar farin að magnast, prófin að byrja eftir 1 mánuð og hvað er eftir prófin? Jú, þá er SKÍÐAFERÐ til MADONNA Á ÍTALÍU!!
Af hverju er ég alltaf að lenda í því að það skemmtilega gerist allt á sömu helginni!!! alveg að fá nóg af því!! núna er t.d föstudagur og ég ein heima með tölvuna í fanginu og að horfa á imbann, ekkert að gera! eða jú ritgerðir!!! Eitt dæmi um þetta er síðasta prófið sem er 21. des og er búið kl: 17, síðan er ball með Páli Óskari um kvöldið og Lilja að fara kl: 9:30 daginn eftir í flug til ÍTALÍU!!! Hvað að gera þá??? Mig langar á PALLABALL og skemmta mér ærlega, en get ég líka vaknað um miðja nótt til að fara í til úglanda? Kannski ef ég hegða mér skynsamlega og kannski ef Steini minn er ekki heima, því hann er auðvitað nr 1,2 og 3 og hann færi ekki með neinu móti á ball með Páli Óskari- ónei!!!
Næsta helgi virðist vera að stefna í eina geðveikishelgi, þá er planið að fara í vísndaferð og bekkjarpartý á föstudeginum og síðan árshátið 13 G daginn eftir! svo ekki sé minnst á það að ég á að skila eftir þá helgi 50% verkefni!!!! Úfff...