Sól, vinna, kaup og sala!
Ég er orðin ein í kotinu. Lífið gengur sinn vanagang og Steindór er farin að vinna eftir sitt 3ja vikna frí. Sólin loksins farin að steikja mig í framan! Vinna, vinna, vinna, vinna, vinna, vinna, vinna. Verð búin að vinna í sjö daga samfleitt á morgun. Ætla þá líka að gera e-ð skemmtilegt eftir vinnu eins og að borða grillmat og drekka rauðvín með góðum vinkonum. Já, get ekki sagt annað en að lífið sé yndislegt (eins og segir í þjóðhátíðarlaginu góða).
Er með STÓRA tilkynningu fyrir ykkur lesendur góðir: Ég og Steindór erum búin að kaupa saman 95 fermetra íbúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi í Tröllaborgum 23 í Grafarvogi. Geggjað flotta! Með útsýni yfir Esjuna, Snæfellsjökulinn og Viðey. Íbúðin er hreinn draumur! Erum ekki búin að selja íbúðina að Fálkagötu 14 en hún er til sölu- svo ef þið vitið um einhvern sem langar í alveg frábæra íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur endilega látið þá vita af gullmolanum okkar.


0 Comments:
Post a Comment
<< Home