bbb

Sunday, September 10, 2006

Vísindi helgarinnar

Hvað er að frétta? jú þetta og hitt!
Vísindi og aftur vísindi. Skólinn komin á fullt! bara læra, læra, læra - verkefni verkefni verkefni! Kennararnir alveg yndislegir eða flestir allavegana! Veit hvert ég fer í verknám og það er á Hjartadeild LSH-hringbraut, e-ð við mig og hjörtu, ekki nóg með að maður sé með hratt sláandi hjarta af ást þá eru hjartadeildar landsspítalans alveg óðar í mig:-).
Önnur og enn meiri vísindi en það var vísindaferð síðasta föstudag í Neyðarlínuna- ekkert lítið stuð! Ég og nokkrar fleiri hjúkkuskvísur byrjuðum á að fara saman út að borða á American style kl 15:30 og síðan hélt ég smá upphitunar party fyrir þær á Fálkagötunni. Síðan fórum við í neyðarlínuna (slökkvilið RVK), þar sem vísindum var hlaðið inn í heilabú okkar og rennt niður í maga með nokkrum bjórum og pizzu sneiðum. Þetta var bara mjöög gaman og alger snilld að fá að skoða þennan stað- sjá þessa risa slökkviliðsbíla og bara starfsemina þarna- sem sagt mjög áhugavert! Ekki var miðbærinn heldur að svíkja okkur þetta kvöldið (ekki við öðru að búast í svona góðum hóp). Við svoleiðis gerðum allt brjálað á Pravda með “danstöktum” og góðu stuði að það hálfa væri nóg! Svona á að skemmta sér TaKk! Byrjaði að djamma kl 16 og labbaði heim kl 00:15.
Að öðru- búin að selja Fálkagötuna og afhending þann 23. september! Steini kemur heim 19. september og þá verður sko ekki seinna vænna en að henda búslóðinni yfir í Tröllaborgirnar fögru. Er bara ekki að trúa þessu- við bara að fara að flytja burt af Fálkagötunni eins og það er nú búið að vera frábært að búa hérna. Nú verður langt að fara í vinnuna og skólann hvað þá að labba heim eftir djamm! Hætti kannski bara að fara í bæinn að djamma?????

0 Comments:

Post a Comment

<< Home