Undur og stórmerki
Undur og stórmerki hafa gerst! Steini fór í sund í gær!!!!!
Steini kom með þá uppástungu í gær að fara í sund. Maðurinn sem hefur svoleiðis fussað og sveiað yfir þvi að koma í sund með mér er núna farinn að biðja um að koma með! Eftir tveggja ára samband (bráðum) erum við núna fyrst að fara saman í sund:-) Þetta var nú alger snilld samt- létum eins og smákrakkar. Fórum í köfunarkeppni, snúningskeppni og syntum líka slatta. Steini er nú alveg rosaleggur sund"maður". Það var nefnilega svo fyndið að þegar hann kom uppúr vatninu þá hristi hann sig svo mikið að það minnti mig helst á kött sem er píndur í bað! Já, Garfield sjálfur mættur í Árbæjarlaugina- varið ykkur!!


0 Comments:
Post a Comment
<< Home