bbb

Thursday, August 24, 2006

Fimmtudagur

Þetta er nú meiri fimmtudagurinn!
Verð að fá að tjá mig aðeins um þennan dásamlega dag. Vaknaði með Steina kl níu og knúsaði hann til hálf tíu meðan ég japlaði á AB-mjólkinni minni með musliinu- .mmmmm.... Síðan var tekin stefnan á Tröllaborgir 23. Við komin í þetta svakalega vinnustuð. planið að klára að mála alla veggina í íbúðinni á einum degi (Not!)! Síðasta umferðin á veggina! Við byrjuðum á fullu- ýkt dugleg. Mála, mála, mála. Gekk eins og í sögu. Tíu minutna kaffipása og svo bara "áfram" drífa sig! Ég eins og harðstjóri á Steina "ekkert golf fyrr en þú klárar að mála"! Fór reyndar sjálf í golfkennslu með tengdó sem var svo engin golfkennsla en við slóum í nokkra bolta þrátt fyrir að við hefðum ekki verið skráðar í neina kennslu. Kíktum á Steina eftir golfið - til að sjá hvernig honum gengi að mála. kapútt! bara búinn að mála kl 18! Við erum nú meiri vinnufíklarnir!.
Hann komst þá í golf og ég ein eftir og hringdi í Röggu stuðbolta og hún bauð mér auðvitað í heimilislegan sveita-mat eða hrísgrjónagraut með slátri! Alvöru húsmóðir. Takk Ragga! síðan tók við Rock star áhorf með doritos.
Er núna alveg að leka niður.
Góða nótt
p.s myndir væntanlegar af afrekum okkar í Tröllaborgum:-)

Saturday, August 19, 2006

Blessuð blíðan!

Kíkti niður í miðbæ áðan í frábæru veðri. Fattaði þá að ég hafði misst af maraþoninu- hélt að það ætti að vera næstu helgi.?? En verð bara með næst. Bölvað klúður! Snilldar veður, loksins náði Siggi Stormur eða Siggi svikari eins og ég kýs að kalla hann að kalla fram gott veður, held reyndar að hann hafi ekki spáð þessari blíðu en hefur líklega ekki þorað að spá góðu veðri:-)
Talandi um blíðu þá er ég búin að sitja inni síðastliðnu tíu daga því að ég var í upptökuprófi og ekkert smá dugleg að lesa. En lenti síðan í alveg snilldar atriði í prófinu sjálfu- skráði mig e-ð vitlast í þetta próf þannig að ég var ekki skráð í það. Allt sett í gang til að sjá hvað hefði farið úrskeiðis en ekkert kemur í ljós en til að gera langa sögu stutta þá fékk ég að taka prófið og það 20 min á eftir hinum, fékk ekki fullan próftíma, yfirsetu "kellingin" í prófinu hellti sér yfir mig í prófinu bara til að vera leiðinleg og gera mig enn stressaðari og ég sem sagt sat eins og glæpón í prófinu!!! Hvað er málið?! Hélt kannski að mér þætti þetta svona rosalega gaman að fara í próf þar sem ég hef svona bilaðan áhuga á því eða þannig! En þetta gekk allt saman og náði að fara *3 yfir prófið.
Jæja komin tími á að fara á kv- vakt (næstsíðasta vaktin í sumar)!
cya

Sunday, August 06, 2006

Rólegheit og rómantík

Kominn tími á blogg? Allavegana er Steindór orðinn frekar leiður á bloggletinni minni.
Frekar dapurt líf þessa stundina- það er verslunarmannahelgin og ég á annari næturvakt af þremur. Lífgaðist reyndar öll við í dag þegar ástin mín hringdi og tilkynnti að hann væri að koma heim á morgun. Hef annars frá engu að kjafta, næsta vika mun fara í lestur fyrir lífeðlisfræðipróf en engin vinna, bara lesa og leyfa Steina að kyssa mig þess á milli:-)Farin að hlakka til að komast í frí og fara að mála og spasla veggi í nýju höllinni okkar.