bbb

Friday, December 07, 2007

A skiðin fyrir jolin!

Meiri fréttir af WC
Er alveg að faraast í skrokknum eftir æfingu sem ég fór í í fyrradag. Ég mætti eftir smá hlé í interval tíma (sem er n.b tími sem tekur á bæði styrk og þoli), er reyndar búin að prófa kickbox tíma en það var um daginn. En já eins og ég var að segja þá var þetta vont þ.e.a.s í dag og líka meðan á þessu stóð.
Tíminn byrjaði vel á meðan maður var að dilla sér í takt við dúndrandi stuð músík, síðan lét kennarinn okkur gera masssívar hnébeygjur- alveg endalaust lengi, eftir þær titraði ég svo og skalf í fótunum. Síðan tók við hlaup og hopp og skopp, ég reyndi að pína mig eins og ég gat, hef aldrei vitað annað eins. Áfram hélt brjálæðið og við tóku massív átök á efri helming líkamans þ.e hendur og það var heldur ekkert af auðveldari kantinum þá byrjuðu lærin að skjálfa meira.
En hvað um það, en allavegana hélt ég að ég væri sú eina sem væri að farast eftir tímann, en það voru fleiri og vanar manneskjur sem töldu þetta vera massívt púl- við kölluðum tímann jólaáts átakið mikla! Eða í kjólin fyrir jólin. Eða eins og ég ætti að segja á skíði fyrir jólin.
Síðan eftir tímann hef ég auðvitað verið að versna, síðastliðin nótt var hrikaleg þar sem ég er vön að snúa mér á alla kanta meðan ég er að sofna og það var þvílíkt erfitt síðustu nótt, það var eins og ég væri að lyfta grjóti þegar ég færði fæturna.
En stundum verður maður að hafa það aðeins vont til að geta haft það gott síðar, og það á við vonandi núna, vona að skíðaferðin verði betri fyrir vikið, þ.e að ég renni betur niður brekkurnar á Madonna di campiglio.

Held að þið lesendur góðir verðið að sætta ykkur við myndalausa bloggfærslu í þetta skiptið, bicepsinn ekki orðinn nógu frægur til þess að láta sjá sig aftur á blogginu.

1 Comments:

At 1:07 AM, Blogger Champinn said...

Hva, á ekkert að fara að segja almennilega frá skíðaferðinni, hér bíður fólk spennt eftir myndum og stuði ;)love u!

 

Post a Comment

<< Home