"Hann Tumi fer að fætur við fyrsta hanagal"
Það er janúar morgun þegar Lilja vaknar upp kósveitt eftir fremur svefnlausa nótt. Farsíminn hennar hringir hinu vanalega stefi, já þessu rólega og ljúfa og lága stefi, sem þýðir að nú sé kominn tími til að vakna. Hún ýtir á hnapp á símanum sínum sem gefur henni 5 min hvíldarpásu milli stefa, en það gefur henni færi á að slefa í koddann.
Stefið er farið að hafa minnkandi áhrif á hana með tímanum og svæfir hana frekar en að vekja hana.
Kvöldinu áður hafði hún ákveðið að taka í taumana, nú var nóg komið. Hún stillti heimasímann sinn og lét hann hringja 20 min á eftir farsímanum en heimasímann staðsetti hún inni í eldhúsinu. Þegar hann síðan byrjaði að suða eða ekki beint suða heldur spila 9 sinfóníu Bach (eða e-ð álíka) með háum tón sem allir í nágrenninu vakna við, þá rýkur Lilja á fætur, hún sprettur frammúr og slekkur á þessari hringingu. Þá var ekki lengur til setunnar boðið, nú varð hún að vakna. Fyrir aftan símann var hraðsuðuketill tilbúinn til að sjóða vatn, bolli fyrir framan hálffullur af haframéli og 1 vítamínskammtur ásamt lýsi. Hún lætur hraðsuðuketilinn vinna á meðan hún skellir sér á salernið, burstar tennur og þetta vanalega... býr síðan pennt um rúmið eins og sannri húsmóður er einni lagið. Þá er vatnið soðið og tilbúið til að blandast haframélinu. Síðan japlar hún á hafragraut og holla “stuffinu” !! Síðan er það bara “load and go” en það voru orðin sem hún lærði þann daginn, eða hlaða og hlaupa. Þar sem þetta var hennar fyrsti verknáms dagur á slysó.


0 Comments:
Post a Comment
<< Home