Sidasti skoladagurinn
Síðasti skóladagurinn á morgun. Spurning hvort hann verði öðruvísi en hinir? Við erum reyndar á fullu að taka upp myndband af okkur skvísunum fyrir árshátíðina sem verður þann 9. febrúar n.k. Vorum í gær að taka upp senur þar sem við lékum læknanema á stofugangi sem var frekar fyndið. Á morgun er það síðan fyrirlestur í bráðahjúkrun og fundur hjá félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, já það vilja allir ólmir fá okkur á fund þegar við erum loksins að klára námið.
Héldum hið sívinsæla hádegisverðarhlaðborð skólans í dag. Sem gekk vonum framar, náðum að selja allan baksturinn okkar.
Verð nú að fá að segja frá undrum og stórmerkjum sem enn gerast. Steindór bauð mér í skíðaferð til Akureyrar s.l helgi. Hann hefur ekki stigið á skíði í svona 20 ár og lét verða að því núna. Fengum íbúð á Akureyri hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna sem var snilld. Fórum á skíði á laugardeginum í alveg hreint snilldar veðri, sól og blíðu. Hann kom mér alveg svakalega á óvart hehehe... ekkert vantraust samt. Þurfti strákinn ekki nema eina ferð til að koma sér í skíðafílinginn.. hann renndi sér af fullum krafti niður brekkurnar, fórum tvær ferðir í barnalyftunni og svo beint í stólinn!!! Eftir þetta má segja að vinsælasta sportið á heimilinu sé skíði!!!
Fórum um kvöldið í rómantískan dinner á Bautanum og nutum félagskapar þessa hérna (mynd)/(hvað sem þetta er nú eiginlega)??:
En annars leikur lífið við mann. Steindór er að fara í útiveru hjá Atlanta til Jedda á laugardaginn. Síðan þykist hann ætla að skella sér í golferð með fjölskyldu sinni í lok febrúar, hann má það ef hann verður góður við mig... hehehhe...
En skólinn á hug minn allan þessa dagana. Er að fara á Reykjalund í næstu viku í verknám sem ég valdi sjálf og síðan tekur við slysó í fossvogi og gjörgæslan við hirngbraut. Lokaverkefni og barnahjúkrun, próflok 21. Apríl, skil á lokaverkefni, vörn á lokaverkefni, útskrift 14. Júní!!! Og síðast en ekki síst Mexíkó 26. Maí til 12. Júní.


3 Comments:
Hmmm, þú áttir nú ekki roð í mig í lokin á skíðunum hehehehe!
Ekkert mont, Steini montrass!!!
Ha, montrass, djöss, hvað meinarðu ;)
Post a Comment
<< Home