Hugleiðingar og heimsreisa

Þá er það loks komið á hreint, við hjúkkur 2008 erum að fara saman í útskriftarferð til Mexico strax eftir rannsóknardag þann 23. maí n.k!!!
Planið er núna að reyna að lengja ferðina úr 16 dögum í 18 daga og vera 2 daga í New York og síðan er möguleiki að skella sér til Kúbu í ferðinni.
Þetta á sko eftir að halda mér gangandi, vitandi af því sem kemur eftir allt þetta púl sem er eftir í skólanum.
Spennan er reyndar farin að magnast, prófin að byrja eftir 1 mánuð og hvað er eftir prófin? Jú, þá er SKÍÐAFERÐ til MADONNA Á ÍTALÍU!!
Af hverju er ég alltaf að lenda í því að það skemmtilega gerist allt á sömu helginni!!! alveg að fá nóg af því!! núna er t.d föstudagur og ég ein heima með tölvuna í fanginu og að horfa á imbann, ekkert að gera! eða jú ritgerðir!!! Eitt dæmi um þetta er síðasta prófið sem er 21. des og er búið kl: 17, síðan er ball með Páli Óskari um kvöldið og Lilja að fara kl: 9:30 daginn eftir í flug til ÍTALÍU!!! Hvað að gera þá??? Mig langar á PALLABALL og skemmta mér ærlega, en get ég líka vaknað um miðja nótt til að fara í til úglanda? Kannski ef ég hegða mér skynsamlega og kannski ef Steini minn er ekki heima, því hann er auðvitað nr 1,2 og 3 og hann færi ekki með neinu móti á ball með Páli Óskari- ónei!!!
Næsta helgi virðist vera að stefna í eina geðveikishelgi, þá er planið að fara í vísndaferð og bekkjarpartý á föstudeginum og síðan árshátið 13 G daginn eftir! svo ekki sé minnst á það að ég á að skila eftir þá helgi 50% verkefni!!!! Úfff...


0 Comments:
Post a Comment
<< Home