bbb

Sunday, October 16, 2005

Blóm og hasar!

Nú skal segja..
Planið hjá mér í gær var að vera heima og læra og taka því rólega og vera skynsöm þar sem ég hef verið með hálsbólgu alla vikuna. Sóley hringir í mig kl 17, vill fá mig með sér í bíó og kaffihús.. jújú það er nú í lagi hugsa ég með mér. 5 min síðar hringir Arna og tilkynnir partý hjá sér. Ég ætlaði nú ekki að fara þangað því þetta á að vera edrú helgi hjá mér!!
Jæja líður og bíður Steindór minn hringir og tilkynnir mér að ég þurfi helst að vera heima um kvöldið því vinur hans sé á leiðinni með tölvudiska til að skila sér. Mín ekki sátt að þurfa að bíða eftir þessari sendingu. Síðan gefst ég upp og fer út með Sóleyju en hringir ekki síminn rétt áður en ég fer út “..Við erum að koma með blómasendingu til þín! HAA!!!! Vinur Steindórs var þá loksins kominn eða EKKI- Blómasending! Oh.. svo sætt af honum!

En kvöldið varð þá svona:
21:15-22:04 Kaffihús með Sóleyju
22:22-00:31 Bíó á myndina Flight Plan
00:43 Ragga hjúkka pickuð upp sem leynigestur í partý til Örnu vinkonu.
01:01 Komnar í Álfatúnið og partyið búið og sumir fyrir utan að rífa kjaft við lögguna??
01:29- 03:01 Hressó þar sem tekin voru nokkur góð spor og svitnað smá í loftleysi!
03:02-03:24 Ráf um miðbæinn í leit af spennu! Fylgjumst með störfum sjúkraflutningamanna á laugardagskvöldi fyrir utan skemmtistaðinn Oliver!
03:36:-03:47 Heimkoma með hjálp Peguot 207.

3 Comments:

At 6:46 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ Lilja. Það er aldeilis að hlutir eru fljótir að breytast hjá þér og margt í boði í einu. Ákvað að kvitta fyrir mig, ég kíki reglulega á síðuna þína. Kveðja, Karen frænka

 
At 10:21 PM, Anonymous Anonymous said...

það var nú stuð á laugardaginn... toppum það nú samt í vísó á morgun ;)

 
At 5:54 PM, Anonymous Anonymous said...

hvernig væri að setja inn málingamyndir, grátt hár og slettur! blogga smá skvís... :p
bíð spennt... hehe...

 

Post a Comment

<< Home