bbb

Sunday, August 28, 2005

Flogin úr hreiðrinu


Lilja myndarlega i eldhusinu a Falkagotunni. Posted by Picasa

Það má nú segja að ýmislegt hafi á daga mína drifið upp á síðkastið. Ég ætla nú á byrja á því sem er hæst í huga mér núna en það er að ég er svo mikið sem flutt AÐ heiman! Eða eins og mamma mín segir mikið þessa dagana “hún er flogin úr hreiðrinu”. Ég var svo sniðug að ná mér í kærasta sem á íbúð á besta stað í bænum og okkur fannst tiími til kominn að ég flytti inn til hans. Mitt nýja heimili er að Fálkagötu í Reykjavík.
Hann Steindór minn er ekki á landinu þessa dagana á meðan ég er að flytja með fötin mín og skólabækurnar o.fl. En ég hef ekki enn getað sagt að mér hafi leiðist hérna ein í íbúðinni þar sem að ég er svo myndarleg húsmóðir og er í óðaönn að bjóða gestum hingað. Já bauð hingað móður minni í kvöldmat í síðustu viku og daginn eftir var pabba mínum og Guðrúnu “stjúpu” boðið hingað í steiktan fisk- já og ekki bara steiktan fisk – oooneeii. Vitið menn þegar ég kom heim með nýja fiskinn sem ég ætlaði aðfara að steikja hitti ég nágrannakonu mína fyrir utan dyrnar hjá mér og við förum svona að spjalla um hitt og þetta og hún voða forvitin og spyr mig svoleiðis spjörunum úr, en hvað um það allavegana var hún nýkomin úr berjamó og með heilu dunkana með berjum fyrir utan hjá sér og bauð mér að taka eins mikið af berjum og ég vildi svo ég endaði auðvitað á að bjóða pabba og stjúpu ekki BARA í steiktan fisk heldur fengu þau líka krækiber með rjóma og sykri!
Meira af heimboðum en bauð hingað til mín þremur skinkum á föstudagskvöldið í smá sprell áður en farið var útá lífið í miðbænum. Vá! hvað ég skemmti mér vel! Byrjuðum á Kofanum sem að mér hefur nú aldrei þótt neitt sérstakur en það var nú bara ágætis stemmning þar svo fórum við á Ara í ögri og ekki var stemmningin verri þar og síðan á Sólón í svaka stemmningu (og klístrað gólf með glerbrotum??). Var síðan komin heim á Fálkagötuna mína um kl 5:30 held ég.

4 Comments:

At 9:16 PM, Anonymous Anonymous said...

dugnaður í minni!!! stuð á laugardaginn... hefðir samt frekar átt að setja tungumyndina inn... hehe... eða flughattamydnina... :p

 
At 9:49 PM, Anonymous Anonymous said...

Já sóley svo þú vitir þá var þetta mjög erfitt val!

 
At 4:50 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju astin min....mad ad vera flutt af heiman. Sakna tin og get ekki bedid eftir tvi ad eg fai heimbod fra ter og Steina. Miss u :-)

 
At 10:32 AM, Anonymous Anonymous said...

I always like recieving comments on my blog, I hope you like them on yours too. Nice work.

If you have the tim, why no check out my site at
Temporary Jobsite Lighting. It's all about Temporary Jobsite Lighting.

keep up the blogging... :)

 

Post a Comment

<< Home