bbb

Sunday, October 09, 2005

Emill strákskratti!

Mikið er nú gaman að vera til, sérstaklega þegar maður er svona ungur og frjáls og getur gert nákvæmlega það sem mann langar til að gera!! Ég vona að ég hljóði ekki of væmin en þetta er satt. Maður á sko að njóta þess (meðan maður getur)!
Ég var að enda við að taka til í íbúðinni okkar Steina sem var gersamlega búið að tæta í smásameindir!! Það var smá matarboð hér í kvöld handa mömmu, systur minni, mági og tveimur litlum gríslingum 2ja og 3ja og sá tveggja ára er á þessum aldri sem þarf að skoða allt þegar hann kemur í nýtt hús og ekki bara skoða heldur eyðileggja líka, sjá hvernig hlutirnir eru settir saman!!! Sem er ekki sniðugt!!! Síðan var líka mjög erfitt fyrir hann að sitja kyrr svo að hér eru slettur upp um alla veggi af súkkulaðiís. Það er semsagt núna búið að tæma úr mér alla orku svo ég get bara farið að sofa. Vá hvað ég á örugglega aldrei eftir að eignast svona krakka, þar sem að þolinmæðin mín var mjög fljótt búin og ég farin að öskra á þau! En þau eru nú samt voða sæt þegar þau eru þæg.
Helgin er búin að vera mjög skemmtileg. Októberfest á föstudagskvöldið = fullt af bjór!! og í gær var ég með heimboð fyrir vinina ( fyrir þunna og ekki þunna)!
Að lokum ætla ég að leyfa mér að skammast aðeins hérna á þessu bloggi því ég heyri héðan og þaðan að fólk sé að lesa síðuna mína en samt eru commentunum alltaf að fækka!?
Comment takk!!

5 Comments:

At 1:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Verð með í bakinu í næsta fríi, verð buinn að jafna mig fyrir innflutningspartý-ið

 
At 9:03 AM, Anonymous Anonymous said...

Var að kíkja á síðuna og athuga hvernig sonur minn hefði haft það hjá ykkur. Þið eruð bara ekki nægilega skemmtileg fyrir hann svo hann þarf að leita sér að skemmtun annarstaðar.

 
At 9:14 AM, Anonymous Anonymous said...

Sæl Lilja Dögg. Við úr Starenginu þökkum fyrir matinn á sunnudagskvöld. Við erum strax farin að hlakka til næsta heimboðs þegar þið Steini bjóðið okkur í mat eða kaffi og með'ðí. Kveðja Sigga

 
At 11:54 AM, Blogger Lilja Dögg said...

Any time! alltaf heitt á könnunni hér. hehhe!

 
At 12:17 AM, Anonymous Anonymous said...

hehe... passaðu bara að hafa það ekki of þunnt... :p

 

Post a Comment

<< Home