Vestmannaeyjaferð

Arni Johnsen og gellurnar!

Helgin að baki búin að vera frekar skrautleg svo ég lýsi því nánar þá var stefnan tekin á Vestmannaeyjar með hjúkkum um helgina.
Laugardagur:
Lögðum af stað úr bænum kl 10:15 og svo með Rútu í Þorlákshöfn og svo í Herjólf (dallinn). Snilldar ferð í Herjólfi og það mín fyrsta. Dagskráin hjá okkur byrjaði með rútuferð um Heimaey. Þar vorum við frædd um ýmsar staðreyndir Vestmannaeyja. Síðan var vísindaferð í Sjúkrahús Vestmannaeyja. Mjög gaman að koma þangað- ólíkt því sem er á LSH þar sem að þetta er ekki deildarskipt sjúkrahús heldur er þetta allt í einum hrærigraut. Fengum þarna líka góðar veitingar rjómalagaða sherry sveppasúpu og nóg af drykkjarföngum! Síðan var farið í skátaheimilið og gert sig sæta fyrir hið fræga Lundaball eyjamanna. (uppskeruhátíð lundaveiðimanna). Byrjuðum að fara á skemmtistað eyjamanna Lundann og dilla okkur. Fórum síðan á ballið. Svaka stemning! Dans á rósum var hljómsveitin sem spilaði fyrir dansi og var hún bara alveg ágæt. Þetta var nú svoldið öðruvísi fílingur en í bænum þar sem maður þekkir alltaf einhverja á böllunum en þarna þekkti maður engann!! Eða jú fannst ég þekkja þarna einn heimamann “Já hann er alveg ofboðlsega frægur- hann tók í höndina á mér heilsaði mér”.....! Hver annar en Árni Johnsen! Ég og Ásta Lovísa gátum bara ekki setið á okkur og heisluðum kallinum og fengum mynd af okkur með honum en ég gerðist nú ekki svo fræg að dansa við hann... en það gerði ein eftir miklar vangaveltur hvor okkar væri djarfari til að bjóða manninum í dans og hver önnur en þokkadísin Ásta Lovísa bauð fræga manninum upp í dans!!Eg fór heim af ballinu “eh.. veit ekki hvenær..”
Sunnudagur - Heimferðardagur
Byrjað að fara í Tvistinn og fá sér einn sveittan hamborgar með frösnkum- já og sá var sveittur og næstum ósteiktur!
Herjólfur kl 16 í góðu veðri en brjáluðum öldugangi svo brimið sást í sjónum. Úfff!!!!!!
Settist ásamt öllum hjúkkunum inn í sjónvarpssal og kom mér fyrir og starfsfólkið byrjaði á að bjóða öllum æludalla- sem var mjög fyndið á því mómenti. Síðan var farið frá landi og þá fékk ég hláturskast dauðans! því þetta var eins og rússíbani. Svo leið á ferðina og Sóley var fain að æla og Ólöf hjúkka að bera æludallana hennar í ruslið. Svo einn farþegi af öðrum fainn að kasta upp ojjj. Ég gat ekki haldið í mér lengur og fór fram að kasta upp og þar var ekki fögur sjón allir dauðir á gólfunum með æludalla sér við hlið. Síðan var kallað eftir hjúkrunarfræðinigi eða lækni því ein ung stelpa var farin að fá flogaköst mjög ört og enginn vissi nákvæmlega hvað væri best að gera fyrir stelpuna. Hún lá þarna í 1 klst með flog á svona 5 min millibili og var orðin alveg örmagna og meðvitundarlaus. Svo þetta leit nú ekki vel út.
Við vorum komin úr þessum ógeðslega Herjólfs dalli kl 19 öll græn í framan. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að fara í þennan ógeðslega dall aftur!!
Ojbaraasta!
Sunnudagur - Heimferðardagur
Byrjað að fara í Tvistinn og fá sér einn sveittan hamborgar með frösnkum- já og sá var sveittur og næstum ósteiktur!
Herjólfur kl 16 í góðu veðri en brjáluðum öldugangi svo brimið sást í sjónum. Úfff!!!!!!
Settist ásamt öllum hjúkkunum inn í sjónvarpssal og kom mér fyrir og starfsfólkið byrjaði á að bjóða öllum æludalla- sem var mjög fyndið á því mómenti. Síðan var farið frá landi og þá fékk ég hláturskast dauðans! því þetta var eins og rússíbani. Svo leið á ferðina og Sóley var fain að æla og Ólöf hjúkka að bera æludallana hennar í ruslið. Svo einn farþegi af öðrum fainn að kasta upp ojjj. Ég gat ekki haldið í mér lengur og fór fram að kasta upp og þar var ekki fögur sjón allir dauðir á gólfunum með æludalla sér við hlið. Síðan var kallað eftir hjúkrunarfræðinigi eða lækni því ein ung stelpa var farin að fá flogaköst mjög ört og enginn vissi nákvæmlega hvað væri best að gera fyrir stelpuna. Hún lá þarna í 1 klst með flog á svona 5 min millibili og var orðin alveg örmagna og meðvitundarlaus. Svo þetta leit nú ekki vel út.
Við vorum komin úr þessum ógeðslega Herjólfs dalli kl 19 öll græn í framan. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að fara í þennan ógeðslega dall aftur!!
Ojbaraasta!


0 Comments:
Post a Comment
<< Home