Snilldar helgi

iha! svif um loftin bla!


Sten the pilot on my flight.

Hef ákveðið að svara kalli frá yfir skinkunni og snillingnum henni Höddu Hrund þar sem hún hefur skorað á mig að blogga sem fyrst.
Síðasta helgi er það sem koma skal! sem var fullbókuð af skemmtilegheitum
Föstudagur: (ekki flöskudagur)
Byrjaði með allsherjar tiltekt hjá okkur Steina sem við erum búin að bíða lengi eftir að drífa í. Skutluðum öllu draslinu sem ég á að Fálkagötu 14 og svo var reynt að koma þessu frábæra drasli mínu (bókum o.fl) fyrir sem gekk ekki vel!! Já okkur vantar pláss! Við gáfumst fljótt upp á þessu og drifum okkur í bíó á hina frábæru mynd “Strákarnir okkar” sem að okkar hálfu var nú bara frekar góð allavegana húmor að okkar skapi☺.
Laugardagur: (ekki þynnka)
Þá helt tiltektin sem byrjaði daginn áður áfram. Við reyndum að halda áfram að raða dótinu okkar snyrtilega en það bara gekk alls ekki svo við ákváðum bara að skella okkur í hina sívinsælu verslun IKEA eða eins og Steini kallar þetta IKEA “skatturinn”. Sú ferð hjálpaði okkur aðeins en ekki mikið. Nóg um það!!
Kvöldið var síðan tekið með trompi. Byrjuðum í fertugsafmæli hjá frænda mínum sem var nú bara mjög skemmtilegt. Steindór minn varð hrókur alls fagnaðar þar sem hann er snillingur í gítarleik og sungið var langt frameftir kvöldi í svaka stuði. Langt síðan að ég hef getað þanið raddböndin svona mikið!!!!!!!! Eftir ammilið heldum við niður í miðbæ ásamt mági mínum til að skoða mannlífið, stefnan var tekin á Hressó. Mjög gaman- eða þangað til að Gummi mágur bauð mér tequila staup- fuck!!! Djöfuls ógeð mar!! Varð full á núinu. Fórum síðan á Thorvaldsen sem var bara snilld! Góður taktur þar eða þangað til að Steindór fékk all svakalegan magaverk og hjúkkuvaktin mín tók við að fara með kallinn minn heim og hjúkra honum.
Sunnudagur:
Brunch hjá Foreldrum Steindórs og hele familien hans! Sem var auðvitað alveg frábært eins og allt sem viðkemur þeim. Mamma hans eldaði handa okkur snilldar fiskisúpu (sem er líklega besta súpa í heimi!). Þá getur maður sagt að maður sé að verða lögleg í fjölskyldu hans. En Steindór þekkir orðið alla í minni fjölskyldu betur en ég sjálf geri! Ekki tók verra við þegar boðið var búið þá var komið þetta frábæra veður og Steini bauð auðvitað elskunni sinni í útsýnisflug á flugvélinni sinni YAK-52 sem er Rússnesk listflugsflugvél. Flugum vestur í átt að Bifröst þar sem bústaður fjölskyldu hans er og sáum Eldborgarhraunið eins og það leggur sig. Þetta var alveg frábært og toppaði daginn!


2 Comments:
This comment has been removed by a blog administrator.
This comment has been removed by a blog administrator.
Post a Comment
<< Home