bbb

Saturday, August 06, 2005

Þjóðhátíð í eyjum 2005

Nú er komið að því að ég segi frá minni fyrstu þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem var nú líka svona stórkostlega vel heppnuð.
Föstudagurinn 29.júlí
Vann til kl 16 og kl 20 flaug ég yfir til eyja með Hannesi flugvirkja (vini Steindórs). Hitti síðan Steindór minn og við komum okkur fyrir í hinum frábæra bústað Heiðarbæ. Byrjuðum strax að sötra bjórinn okkar. Lögðum af stað í dalinn fræga og settumst í brekkuna og sungum og trölluðum við undirleik Skítamórals. Ég var nú ekkert mjög lengi á skrallinu það kvöldið. Endaði kvöldið á að hitta Sóleyju og við dönsuðum við litla sviðið... eða Sóley dansaði við e-n sætan strák og lét sig síðan hverfa og Lilja stóð eftir "ein" og reyndi að finna e-r "skinkur" en fann þær hvergi svo hún barasta ákvað að segja það gott kl 2 um nóttina.
Laugardagur 30. Júlí
Liljan var alein í Heiðarbænum þar sem Steindór fór að fljúga milli lands og eyja. Mín svaf til kl 14. Ég drattaðist nú út í rignunguna og rokið þann daginn þar sem minni langaði all svakalega í einn sveittann Hamborgara.
Steindór hringdi kl 20 "Ehh... sko..hérna Lilja ég er fastur á Bbakka" það var sem sagt búin að vera svo mikil þoka að minn bara komst ekki til baka og hann var sko hreint ekki sáttur með lífið eina kvöldið sem hann fengi að skemmta sér ærlega.. ONei.
Jæja mín allavegana skellti í sér nokkrum köldum bjórum og tónlistin stillt í BOTN í Heiðarbænum og mín fór að taka sig til fyrir kvöldið. (Djöfull skemmti ég mér vel EIN með bjórinn). Hitti síðan "skinkurnar" í brekkunni kl 22. Mikið stuð á liðinu. Grafík og Trabant tóku lagið . Ég er nú ekki alveg að skilja af hverju allir eru að fýla Trabant svona mikið. Þeir gerðu ekkert annað en að garga í míkrófóninn og glenna á sér berar bringurnar (kannski voru þeir svona vel vaxnir - man ekki). Síðan kom þessi frábæra flugeldasýning. Risa bombur. Sóley greyið var ekki alveg að fýla sýninguna og varð bara bumbult af henni (og af e-u fleiru líklega) og hver önnur er Lilja ofurhjúkka tók að sér að styðja stelpuna heim í Heiðarbæinn. Vorum komnar þangað um kl 2 kaldar og votar og skriðum báðar undir sæng- alveg búnar á því.
Sunnudagur 31. Júlí
Steindór kominn til baka með miklum látum. hmm.. kemur inn tvær stelpur í svefnherberginu haa. ?? Hann fékk nú útskýringu á því síðar. Síðan þegar hann sér hvað við stöllur erum hrikalega þunnar. "já, já pöntum bara pizzu mar"- "þýðir ekkert annað í svona".
En þetta kvöld var nú tekið með þvílíku trompi. Byrjuðum að hlusta á Bubba í brekkunni sem var auðvitað mesta snilld kvöldsins að mínu mati. Þvílík stemmning! "Romeoo - Júlíaaa..." Það var nú tekið vel undir brekkusönginn hjá Árna Johnsen líka þó svo að hann hafi nú ekki verið jafngóður og Bubbi. Jæja síðan var farið að spila "Lífið er yndislegt..." og mín svoleiðis alveg í spreng og hljóp til að pissa bakvið hól. Neih! vildi ekki svo vel til að flugeldasýningin byrjaði á meðan mín var í pisseríinu og lýsingunni beint að minni. Ekki sniðugt! Hitti síðan skinkurnar og við fórum og dilluðum okkur fyirir framan litla sviðið, hitti þar líka Röggu hjúkku (í öðru veldi) og Heiðu. Hálft í hvoru á litla sviðinu voru að gera góða hluti. Steindór minn var nú líka ansi sprækur fyrir framan sviðið. Mín sko ánægð með sinn. Danstaktarnir og sveiflurnar að ma. ma. ma...Hann var sko valinn dansari kvöldsins að minni hálfu.. VÁ!
Þetta var mjög vel heppnuð helgi að minni hálfu. En næst þegar ég fer verður sko tekið enn betur á því. Maður getur alltaf bætt sig þó svo að þessi helgi hafi verið frábær.
Takk fyrir mig!

3 Comments:

At 3:35 PM, Anonymous Anonymous said...

Reading your blog and I figured you'd be interested in advancing your life a bit, call us at 1-206-339-5106. No tests, books or exams, easiest way to get a Bachelors, Masters, MBA, Doctorate or Ph.D in almost any field.

Totally confidential, open 24 hours a day.

Hope to hear from you soon!

 
At 12:00 AM, Anonymous Anonymous said...

Gott að þú skemmtir þér ástin mín!!!!!!!!!!

 
At 5:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Þetta hefur verið alveg frábær helgi...en það er lika eins gott að þið drífið ykkur nú bara í danstíma hjá mér í vetur, fyrst Steini er svona helviti góður í sveiflunum :-) Hei manst svo eftir föstudeginum, þá verður nú eitthvað trallað. Hlakka til að hitta þig.

 

Post a Comment

<< Home