Líf hjúkrunarnema á 2. ári
Hvað allt er nú að gerast hjá manni. Liggur við að ég sé ekki að höndla þetta nám. Hjúkrunarfræðin orðin svona gífurlega verkleg og kröfumikil. Verklegi tíminn í síðustu viku gerði nú útslagið þegar ég lærði að sprauta- úff!! Okkur var kennt á þessi tæki nálar og sprautur og svo bara “versego”! “nú þú gera”! Við sprautuðum hvor aðra (ekkert plat) reyndar með vítamíni ekki morfíni. Þetta tókst og ekki eins erfitt og ég hélt en ég fékk síðan bakslag þegar þetta var yfirstaðið og nálin farin inn og hendurnar skulfu. En þetta gekk stórslisalaust. Var síðan að koma úr verklegum tíma núna áðan og þar var verið að kenna á þvaglegggi, stóma, stólpípur o.fl. Maður fer þá kannski að verða nýtanlegur í ýmislegt gagnlegt sem hjúkrunarnemi. Síðan er komið í ljós hvert mér verður plantað í verknám í vetur en það er Bæklunarskurðdield LSH í Fossvogi sem er bara mjög spennandi.
Meira tengt námi eða “ekki námi” er að fara í skólaferðalag til Vestmannaeyja um næstu helgi- wuhú!!! Alltaf gaman í eyjum! Þar verður vísindaferð á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og Lundaball og læti!!!
Þar til síðar
Bless, bless.


1 Comments:
"stórslysalaust...!!!" já þú segir það! ég er enn blá og marin!!!
þér finnst þetta gaman já...
Post a Comment
<< Home