Blaa kannan og blau berin
Búin að fara í hina langþráðu Laugavegsferð, sem var algert æði. Það er í vinnslu að setja inn link með öllum eða flestum af myndunum sem við vinkonur tókum í ferðinni en það tekur tíma. Fyrir þá sem ekki vita þá byrjar laugavegurinn í Landmannalaugum og endar í Þórsmörk og öfugt. Hann kallast þessu nafni því það er alltaf svo mikil umferð af gangandi vegfarendum á þessari leið eins og á Laugaveginum í Reykjavík.
Ég fór ásamt 15 öðrum í hóp með ferðafélaginu Útivist,leiðin sem átti að ganga var sögð 55 km á þrem dögum sem urðu að lokum með allsonar hlykkjum og skrykkjum smatals 70 km!!! Svaka duglegur hópur sem sló öll met í hraðgöngu, já við hjúkkur áttum ekki von á þessu en svoleiðis var gangan allavegana fyrsta daginn og enginn tími gefinn til að virða fyrir sér útsýni og taka myndir.
Fyrsta daginn var þoka og rigndi á okkur en síðan skánaði veðrið með hverjum deginum, sól á örðum degi og steikjandi hiti og sól þegar við mættum í Þórsmörk þriðja daginn. Ferðin var alger draumur, frábært fólk sem var með í ferðinni og stórkostlegar náttúruperlur á þessari leið. Fætur mínir voru vel þreyttir eftir alla gönguna og ég er ekki ennþá búin að skoða gönguskóna eftir að ég kom heim, fékk eiginlega ógeð af þeim þó svo að þeir hafi auðvitað bjargað manni á göngunni.
Er nýkomin heim eftir tveggja klst berjatínslu í Mosfellsdal með Röggu, allt köggt af berjum mmm... Við erum alltaf að bardússa eitthvað en fórum fyrir nokkrum dögum síðan á veitingastað sem Ragga kallar hinu skemmtilega nafni Bláa kannan en staðurinn hét það ekki lengi þvi þegar við komum að þessum veitingastað var þetta enginn annar en veitingastaðurinn Hornið sem Ragga var svo spennt fyrir. En mæli eindregið með þessum stað þ.e Horninu.
Verið bless ekkert stress


0 Comments:
Post a Comment
<< Home