bbb

Wednesday, October 10, 2007

Keisari, classi og Campiglio

Það er allt á suðupunkti þessa dagana. Mín bara í verknámi á sængurkvennadeild LSH. Búin að sjá barn fæðast í keisara, sem var hreint stórkostlegt, ekki samt stórkostlegt að sjá læknanemann sem var að fylgjast með detta í gólfið (leið yfir strákinn). Þetta verknám toppar allt, veit ekkert hvað ég er að gera þarna, fyrstu dagana brosti ég bara framan í mömmurnar og börnin. Síðan góndi ég svoleiðis á börnin, og bara vááááá, hvað þau eru yndisleg þessi kríli! Ekki laust við að maður hafi fengið smá fiðring í magann. Var alveg rosalega vitlaus fyrstu dagana á deildinni og gat að mér fannst ekkert gert, eins og allir hæfileikar mínir sem hjúkrunarfræðinemi væru horfnir en núna er þetta að koma og ég er farin að geta miðlað ýmsu sem ég hef lært, svo þetta er allt að koma. Farin að gefa börnunum sopa... ehhh.. þ.e úr staupi, sem er voða spennó. Held svona ykkur satt best að segja að ég eigi ekki eftir að feta í fótspor “elsku mömmu” sem ljósmóðir þetta er of mikið fyrir mig þetta starf, þ.e.a.s þarf að hafa mun meiri áhuga til að vinna við þetta. En svo er aldrei að vita.

Svo ég haldi nú áfram með framhaldssögu síðasta bloggs, þá er ég enn í WC, ekki á fullu kannski en ég fór á mánudaginn síðast og þetta er mjög gaman!

Hvað framtíðina varðar þá ætlar Steindór enn og aftur að yfirgefa mig! Nú er hann kominn tímabundið aftur til Atlanta og verður að fljúga fyrir þá fram til 1. Apríl n.k byrjar að vinna fyrir þá 19. Október og þá byrjar ballið!!! Svo er það Hajj (eða pílagrímaflugið), hann verður í því frá nóvember til lok janúar en fær frí í viku eða tvær í desember – yfir jólin. En það vill svo skemmtilega til að ég er búin að panta mér ferð þá til Ítalíu eða Madonna di Campiglio í skíðaferð með Dolindu og fjölskyldu. Þannig að það verður fjarbúð hjá okkur hjúunum þetta tímabil!!! Gaman að því.

2 Comments:

At 1:05 AM, Anonymous Anonymous said...

Hahahhhhaaaa..... djoffulsins snilllldddddd að drengur hafi dottið ut þanna í aðgerðinni ohhh hefði viljað sja það.. snilld, þu vverður bara fara að ganga bara um með kameru að ná svona momentum...

 
At 12:13 PM, Blogger Lilja Dögg said...

Jú jú Hadda mikið rétt, var að vinna á morgunvakt svo ég hef misst af þér, heimsóknartíminn er frá 17-19. Hef örugglega séð frænkuna.

 

Post a Comment

<< Home