bbb

Wednesday, October 24, 2007

LÍFIÐ ER YNDISLEGT

Lífið gengur sinn vanagang. Byrjuð í nýju verknámi sem er Heilsugæslan í Mosfellsbæ. Fór í þetta verknám ekki með opnum huga, hélt að þetta væri ekki mjög skemmtilegt. Já, það er farið að bera aðeins á námsleiða. En ég fæ ekki tíma til að láta mér leiðast í verknámi þessu. Þetta er nefnilega mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Hef verið að fylgjast með ungbarnaskoðun, farið í heimavitjun til fólks með margskonar vandamál, gefið flensusprautur, fór í dag í Varmárskóla og fylgdist með skólahjúkku og síðan fylgdist ég með ófrískum konum í mæðravernd. Get alveg hugsað mér að vinna við þetta í framtíðinni.
En þetta er hins vegar búinn að vera frekar spes dagur í dag. Deildarkennarinn minn sem ég hélt að væri hjúkka sagði að ég minnti sig svo á konu sem hún þekkti og ég svara bara með því að jánka og bið hana um að segja mér hvað sú kona heitir, þá segir hún að hún heiti Guðrún og ég jánka en spyr síðan hvað þessi Guðrún starfi við, jújú vill ekki svo skemmtilega til að hún svarar að hún sé ljósmóðir... hahahaha, þetta fannst mér very funny!!! Þá er deildarkennari minn ljósa og þekkir móður mína og þarf ekki annað en að sjá svipinn á mér og þá veit hún hver móðir mín er!! Ég á greinilega ekkert smá vinsæla móður og er greinilega mjög lík henni því ég er þekkt á mörgum stöðum, en ég fékk nefnilega þessa spurningu líka frá annari ljósu á sængurkvennadeidinni.

Ég og Ragga erum búnar að hlæja okkur máttlausar af einkahúmor síðastliðnu daga. Okkur finnst við vera svo fyndnar. Öll þessi verknám eru nefnilega farin að renna í eitt. Maður gerir ekkert annað en að brosa og heilsa nýjum andlitum sem spyrja endalaust sömu spurninganna og svo er ég orðin svo þreytt á þessum verkefnum... og líka að maður er alltaf að setja upp þetta póker andlit til að líta út fyrir að vera áhugasami nemandinn sem vill sjá allt og gera allt. Ekki það að þið þurfið að misskilja þetta, þetta er allt meira og minna mjög spennandi. Get alveg viðurkennt það að þessi önn er alveg að kveikja í mér, öll þessi sætu og krúttlegu börn sem ég hef verið að hjúkra gefa mér þvílíka gleði og yl í hjartað!! Það er líklegast besta að enda þetta blogg á orðunum:
LÍFIÐ ER YNDISLEGT!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home