bbb

Tuesday, October 30, 2007

Mega nörd




Ég er búin að standa sjálfa mig að því að vera að horfa á sápuóperu í nokkra daga!!! Hvað er málið, hélt að þetta væri kafli sem ég væri komin yfir en NEI!! Orðin spennt að sjá næsta leiðarljós þátt og síðan gerist það trekk í trekk að allt í einu birtist Bold and the beautiful á skjánum- alveg óvart!! og ég er farin að horfa á þetta. Enn ekki komin inn í Nágranna- en það getur allt gerst. Núna er svo mikið af auka tíma.Nú hef ég ekki tíma til að sitja heima í sófanum og dást af Steina mínum í tölvunni eða að sinna heimilisverkunum. Nei, enginn til að nördast með nema með sjálfri mér. Ég á að vera að LÆRA- I know!!! En þetta gengur samt allt vel - no worries.
Fór í verslunarferð í gær í Kringluna og verslaði fullt af fötum, allt í einu fannst mér fataskápurinn minn vera tómur, en núna er búið að fylla upp í auða plássið. Já, það vantaði e-ð þægilegt fyrir kuldann sem er farinn að bíta í allt sem er bert, þoli ekki þegar kuldinn kemst að mallakút!!!

Núna er Lilja farin að hugsa mikið !!! það gerist ekki oft.. hehehehe... muhahahaha!!! Kemur kannski í ljós í næsta bloggi ???
muhahahhahaha- ég elska leyndó!!!

Wednesday, October 24, 2007

LÍFIÐ ER YNDISLEGT

Lífið gengur sinn vanagang. Byrjuð í nýju verknámi sem er Heilsugæslan í Mosfellsbæ. Fór í þetta verknám ekki með opnum huga, hélt að þetta væri ekki mjög skemmtilegt. Já, það er farið að bera aðeins á námsleiða. En ég fæ ekki tíma til að láta mér leiðast í verknámi þessu. Þetta er nefnilega mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Hef verið að fylgjast með ungbarnaskoðun, farið í heimavitjun til fólks með margskonar vandamál, gefið flensusprautur, fór í dag í Varmárskóla og fylgdist með skólahjúkku og síðan fylgdist ég með ófrískum konum í mæðravernd. Get alveg hugsað mér að vinna við þetta í framtíðinni.
En þetta er hins vegar búinn að vera frekar spes dagur í dag. Deildarkennarinn minn sem ég hélt að væri hjúkka sagði að ég minnti sig svo á konu sem hún þekkti og ég svara bara með því að jánka og bið hana um að segja mér hvað sú kona heitir, þá segir hún að hún heiti Guðrún og ég jánka en spyr síðan hvað þessi Guðrún starfi við, jújú vill ekki svo skemmtilega til að hún svarar að hún sé ljósmóðir... hahahaha, þetta fannst mér very funny!!! Þá er deildarkennari minn ljósa og þekkir móður mína og þarf ekki annað en að sjá svipinn á mér og þá veit hún hver móðir mín er!! Ég á greinilega ekkert smá vinsæla móður og er greinilega mjög lík henni því ég er þekkt á mörgum stöðum, en ég fékk nefnilega þessa spurningu líka frá annari ljósu á sængurkvennadeidinni.

Ég og Ragga erum búnar að hlæja okkur máttlausar af einkahúmor síðastliðnu daga. Okkur finnst við vera svo fyndnar. Öll þessi verknám eru nefnilega farin að renna í eitt. Maður gerir ekkert annað en að brosa og heilsa nýjum andlitum sem spyrja endalaust sömu spurninganna og svo er ég orðin svo þreytt á þessum verkefnum... og líka að maður er alltaf að setja upp þetta póker andlit til að líta út fyrir að vera áhugasami nemandinn sem vill sjá allt og gera allt. Ekki það að þið þurfið að misskilja þetta, þetta er allt meira og minna mjög spennandi. Get alveg viðurkennt það að þessi önn er alveg að kveikja í mér, öll þessi sætu og krúttlegu börn sem ég hef verið að hjúkra gefa mér þvílíka gleði og yl í hjartað!! Það er líklegast besta að enda þetta blogg á orðunum:
LÍFIÐ ER YNDISLEGT!!!

Wednesday, October 10, 2007

Keisari, classi og Campiglio

Það er allt á suðupunkti þessa dagana. Mín bara í verknámi á sængurkvennadeild LSH. Búin að sjá barn fæðast í keisara, sem var hreint stórkostlegt, ekki samt stórkostlegt að sjá læknanemann sem var að fylgjast með detta í gólfið (leið yfir strákinn). Þetta verknám toppar allt, veit ekkert hvað ég er að gera þarna, fyrstu dagana brosti ég bara framan í mömmurnar og börnin. Síðan góndi ég svoleiðis á börnin, og bara vááááá, hvað þau eru yndisleg þessi kríli! Ekki laust við að maður hafi fengið smá fiðring í magann. Var alveg rosalega vitlaus fyrstu dagana á deildinni og gat að mér fannst ekkert gert, eins og allir hæfileikar mínir sem hjúkrunarfræðinemi væru horfnir en núna er þetta að koma og ég er farin að geta miðlað ýmsu sem ég hef lært, svo þetta er allt að koma. Farin að gefa börnunum sopa... ehhh.. þ.e úr staupi, sem er voða spennó. Held svona ykkur satt best að segja að ég eigi ekki eftir að feta í fótspor “elsku mömmu” sem ljósmóðir þetta er of mikið fyrir mig þetta starf, þ.e.a.s þarf að hafa mun meiri áhuga til að vinna við þetta. En svo er aldrei að vita.

Svo ég haldi nú áfram með framhaldssögu síðasta bloggs, þá er ég enn í WC, ekki á fullu kannski en ég fór á mánudaginn síðast og þetta er mjög gaman!

Hvað framtíðina varðar þá ætlar Steindór enn og aftur að yfirgefa mig! Nú er hann kominn tímabundið aftur til Atlanta og verður að fljúga fyrir þá fram til 1. Apríl n.k byrjar að vinna fyrir þá 19. Október og þá byrjar ballið!!! Svo er það Hajj (eða pílagrímaflugið), hann verður í því frá nóvember til lok janúar en fær frí í viku eða tvær í desember – yfir jólin. En það vill svo skemmtilega til að ég er búin að panta mér ferð þá til Ítalíu eða Madonna di Campiglio í skíðaferð með Dolindu og fjölskyldu. Þannig að það verður fjarbúð hjá okkur hjúunum þetta tímabil!!! Gaman að því.