bbb

Sunday, May 13, 2007

Nóg að gera!

Síðasta prófið búið og það var í gær. Sama dag og Eurovision og Kosningarnar.
Prófin hafa gengið bara ágætlega. Aðeins þrjú próf sem er alger snilld!
Ég hélt geim fyrir skólasystur mínar í gær sem var bara mjög fínt, grilluðum og gláptum á imbann og dilluðum okkur við tónlist. Enduðum niðri í bæ eftir skrallið hjá mér og fórum á Gauk á stöng, þar sem stemmningin var frekar slöpp enda allt liðið á Pallashóvi á NASA.
Á tímabili fór ég að finna hinar ýmsu lykt, stóð mig að því að vera að hnusa að hárinu hennar Röggu, fannst svo voða góður ilmur að hárinu hennar, ekki leið á löngu þar til við vorum allar farnar að hnusa að hárinu á hver annarri!?? Weird!! Svo kom Sóley geðhjúkrunarsnilli með svakalega uppgötvun! þetta var ilmur sem við höfðum ALDREI fundið fyrir á djamminu áður! (hún taldi þetta í upphafi vera ofskynjanir og við værum að fá geðklofa) en niðurstaðan var sú að við áttuðum okkur á því að það væri ekki leyfilegt að reykja á GAUKNUM svo shampóhárslyktin hélt sér og var ekki kæfð í reykingarstybbu!! ýkt! og starfsfólkið stóð sig mjög vel því þegar kunningjakona mín kveikti sér í rettu réðust þeir að henni og sögðu við hana að hún væri rekin út ef hún heldi áfram að reykja!

Sumarið er að ganga í garð! vei! Sauðburðurinn á Sunnuhvoli var að hefjast fyrir nokkrum dögum og þvíeykið Lilja, Ragga og Ásta ætla að fara að gera sig klárar til að aðstoða rollurnar bera.
Við erum líka orðnar svaka göngugarpar þ.e hjúkkuskvísurnar o.fl. Í sumar á að klífa fjöllin á höfuðborgarsvæðinu reglulega og það er komið af stað. Einnig er golf -vertíðin að hefjast og ég þarf að fara að vera dugleg að æfa mig! Nóg að gera! þannig á það að vera!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home