Geggjað djamm. Geggjað djamm, geggjað djamm! svo hljóðaði söngurinn sem ómaði milli okkar skvísanna þessa helgi. Þetta var hreint út sagt geggjuð ferð! Fórum í tvær v

ísindaferðir sem voru ágætar, skíði, sund og á djamm bæði kvöldin! Schnilld!
Í samfloti með okkur voru VIR nemar (rafmagns og tölvuverkfræðinemar). Þeir héldu uppi rosalegri stemningu alla ferðina. Gerðu mikið að því að æra okkur með gítarspili, söng og gargi! Já þeir voru að æra okkur með karlagrobbs vísum en þeir gerðu það ekki lengi það sem við tókum okkur skvísur til og svöruðum þeim með vísu sem við sömdum á staðnum en sú vísa verður ekki sett fram hér því þá mætti ég eiga von á ævilöngu banni við netheiminn! Eitt stykki VIR og hjúkku par varð til við þetta samflot. Gleðin milli VIR og Curator meðlima

varði alveg þangað til þegar komið var að heimferð en þeir urðu massa fúlir þegar við fórum á Greifann og fengum okkur að borða fyrir heimferð, þá sauð upp úr þeim- já ferðin tafðist aðeins!
Eftir ferðina er ég búin að komast að því að Akureyringar kunna ekki að búa til mat! Hvernig hljómar pizza með nautakjöti, bernaise sósu og frönskum kartöflum! Ekki vel!! Enda smakkaði ég þetta ekki en búkollurnar gerðu það!
Fórum á skíði á laugardeginum sem var dýrlegt. -8 stiga frost, heiðskýr himinn, blanka logn og skínandi sól! Geggjun! Mig langar aftur! Mjög gaman hjá mér brunaði hverja ferðina á ef

tir annari niður stólinn meðan búkollurnar rúlluðu niður barnalyftuna á skíðabretti. Eftir skíðin var síðan farið í sund í bestu sundlaug Íslands!
Djammið var ekki af verri endanum. Fyrra kvöldið var farið á Café Amour þar sem við nutum þess að drekka kokteila og skot án þess að vera rukkuð fyrir- barþjónarnir greinilega ekki ráðnir til að strauja kortin okkar og auk þess var þarna reyklaust! Þvílíkur munur!! Síðan tók við Reykstibban á Kaffi Akureyri og þar gátum við dillað okkur! Kvöldið eftir komu VIR nemarnir á okkar frábæra gistiheimili Gulu villuna og heldu upp rafmagnaðri stemningu! Síðan var Capone þar sem við hittum Ak – hjúkkur og enduðum á balli á Sjallanum m

eð Jet black Joe (frekar slappir). Svo keyptum við okkur pizzu á stað sem seldi hinar frægu búkollur = pizzu með bernaise og frösnkum!
Geggjuð ferð!
Takk Curator og VIR fyrir frábæra ferð!