bbb

Thursday, December 28, 2006

Jól

Jólin bara over, búið að borða matinn og opna pakkana og fara í slatta af jólaboðum og þessháttar. Jólin voru þetta árið haldin hátíðleg hjá tengdaforeldrum mínum og þetta voru líka mín bestu jól í mörg ár?? með ástinni minni og úff, já engin læti og hamagangur. Bara rólegheit. Fékk að borða rjúpur í fyrsta skipti sem voru mjög góðar og bara allt alveg voða gott og gómsætt. Gjafirnar sem við fengum hittu allar beint í mark! Steini gaf elskunni sinni voða fallegt glitrandi armbandsúr sem mín er í skýunum með. Síðan fengum við ýmislegt sem kemur sér vel á heimilinu og má þar nefna, asíska uppskirftabók sem við fengum frá Grýlu, sósuskál frá Betu og co, skrúfjárnsett til mín frá Siggu og co ásamt kaffibrúsa handa Steina, rosa töff matarskálar frá Gísla bróður steina og Lindu, gardínur (tilvonandi) í stofuna frá tengdaforeldrunum, sængurverasett frá pabba og Guðrúnu og rosalegan örbylgjuofn frá elsku mömmu. Gaf líka sjálfri mér smá pakka en það var séría af Grey´s anatomy sem ég er að reyna að komast inn í núna, búin með þrjá þætti- voða spennó! Takk fyrir okkur þetta eins og áður sagði hitti allt beint í mark og ekki síst öll jólakortin!! Við sendum nokkur slík í ár en fengum enn fleiri tilbaka, sendum vonandi fleiri næst.

Tuesday, December 19, 2006

Jólin eru að koma...

Vuhú! Prófin loksins búin. 5 stykki takk. Allt gekk þetta vel og bara þokkalega vongóð með niðurstöðurnar. Steini er að koma innan nokkurra klukkustunda og þá mega jólin koma hjá mér! Hann er nú meiri snillingurinn, búið að ráða hann til Flugleiða, fer á námskeið hjá þeim í byrjun árs svo við getum kannski í fyrsta sinn verið saman í meira en þrjár vikur í senn.
Fór út að borða með skólasystrum mínum í gær á þennan snilldar veitingastað Red chili mmm.... Frábært kvöld og mikið slúðrað, aðallega um yfirvofandi þyngdaraukningu innan bekkjarins þar sem þær eru fleiri og fleiri að bætast í hóp þeirra óléttu. Já, já ekkert svoleiðis hjá minni. Fékk mér nokkra bjóra þarna með þeim í gær á mánudagskvöldi NB! og er ekki að gera góða hluti þessa stundina, úff . . sé alveg eftir þessum bjórum núna, engin morgunógleði þetta kallast held ég frekar þynnka!
Þetta er nú meira bullið í mér mæli ekki með því að blogga þegar maður er þunnur, kemur eintóm steipa uppúr manni. En ég er bara orðin svo skrambi vön því að sitja við skrifborðið mitt að vesenast á netinu, pikka inn verkefni, gera heimadæmi eða lesa glærur frá kennurum að ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera núna?? Ætla samt að reyna að fara að gera e-ð eins og að kaupa jólagjafir.
Gleðileg jól

Thursday, December 07, 2006

Svona búum við

Hérna er mynd af famelíunni í Tröllaborgum. (the first dinner)
Þetta er reyndar smá tilraunarstarfsemi hjá mér á síðunni núna. Er orðin meðlimur hjá blogspot í einhverjum klúbbi og fæ líklega einhver leiðinda e-mail frá þeim á næstunni. Var lítið mál að setja þessa mynd inn á síðuna. En síðan er bara að sjá hvort að ég nái að halda síðunni án þess að þurfa að borga e-a peninga, sem ég geri ekki!
Ég er í prófum þessa dagana og það hefur gengið bara vel hingað til, stressið náði hámarki í gærkveldi þegar ég ákvað að skoða gömul próf í áfanganum sem ég var að fara í próf daginn eftir og þar var sko spurt um smáatriði smáatriðanna- wow! En allt er gott sem endar vel, stressið hafði þau áhrif að minni gekk bara frekar vel í prófinu. Verð búin í prófum 18 des og þá verður gert e-ð "skemmtó". Já, hvernig hljómar rómantískur dinner með hinum eina sanna og síðan nokkrir bjórar með góðum vinkonum- Ekki slæmt!