Jónsmessunótt
Síðasta helgi er afstaðin, þið sem vitið ekkert hvað ég gerði af mér þá, þá er hér nokkur smáatriði um hana;
Ég gekk á FIMMVÖRÐUHÁLS um Jónsmessunótt!!! N.t.t ganga milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls, frá Skógum og inn í Þörsmörk. 300 manns tóku þátt í þessari göngu með ferðafélaginu Útivist þ.á.m ég og Sigga systir.
Þetta var ÆÐISLEGT!
Í Fyrsta lagi þá er þetta frekar strembin ganga en ég lét mig hafa það að fara þessa leið þó svo að ég væri í engu líkamlegu ástandi til að ganga 25 km í einum rikk. Æfði mig reyndar á Esjunni fyrir þetta sem var mér ofraun!.
Þetta var einnig geggjun í þeim skilningi að landslagið á þessari leið var hreint guðdómlegt!
Í þriðja lagi geggjun því veðrið lék við okkur en það var logn og engin rigning á leiðinni, sólsetur kl 02 og sólarupprisa kl 03. Hefði ekki getað verið betra og heiðskýrt mest-alla leiðina.
Við vorum á göngu frá kl 22 á laugardagskveldi fram til kl 10 á laugardagsmorgni. Þrátt fyrir langa göngu þreyttist ég lítið og var þetta endalaus upplifun.
Búin að komast að því að þetta er sko sportið mitt!! Að ganga og upplifa náttúruna með eigin skynfærum (vona að ég hljómi ekki hallærislega en þetta er satt!)
Síðan var frábær skemmtun á laugardagskveldinu eftir að við komum í Þórsmörk – varðeldur og læti!!
Næsta helgi er svo Ættarmót á Jökuldal – á ættaróðalinu. Þar verður gengið um Kárahnjúkasvæðið o.fl. svo ég fæ kannski áfram að njóta mín í sportinu mínu!
Hver kemur með mér á göngu um LAUGARVEGINN næsta sumar???


0 Comments:
Post a Comment
<< Home