bbb

Sunday, January 08, 2006

Gamlárs uppgjör 2005

Síðasta ár var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt ár að minni hálfu. Hér fyrir neðan er pistill um ýmislegt sem átti sér stað á árinu 2005 í mínu lífi.
Í fyrsta lagi þá náði ég klásusnum í hjúkkunni og mikil fagnaðarlæti sem fylgdu þeim sigri, rasaði ærlega út þá önnina og tók djammið í Reykjavík og vísindaferðum föstum tökum.
Í öðru lagi þá urðu líka miklir fagnaðarfundir þegar ég og Steindór hittumst aftur eftir tveggja ára hlé þann 5. mars- þvílíkur happadagur!!
Í þriðja lagi þá gengu Sigga stóra systir og Kristján mágur í það heilaga.
Í Fjórða lagi eignuðust Beta systir og Gummi mágur dóttur sem alger gullmoli!
Í fimmta lagi þá var þetta sumar frábært og nóg að gera, naut þess að vera með Steina útum allar trissur- í sumarbústað hjá foreldrum hans, Goslokahátíð í Vestmannaeyjum auk þjóðhátíðar með vinum og kunningjum. Skoðuðum okkur síðan um á Snæfellsnesi og fórum í afmæli og fleiri veislur.
Í sjötta lagi flutti ég að heiman og til Steindórs!
Í sjöunda lagi þá var íbúðin okkar Steina tekin í gegn, veggir málaðir, lagt parket á gólf og nýjar hurðir settar upp í stað þeirra gömlu.
Í áttunda og síðasta lagi var ég í prófum í desember, var hundleiðinleg og skapvond enda voru prófin að þessu sinni mjög strembin!!

Gleðilegt ár 2006 til allra!!
takk fyrir síðasta ár!

1 Comments:

At 4:59 PM, Blogger Champinn said...

Þokkalega sammála! samt mjög erfitt að toppa síðustu vorönn miðað við hvað maður gat djammað þá! Má reyna kannski!

 

Post a Comment

<< Home