Þorláksmessukvöld
Ég er búin að vera síðustu 5 vikur eða svo í stanslausum próflestri! Úff, það má segja að þetta hafi verið mjög strembnar 5 vikur, vægast sagt.
Fór fyrst í Lífeðlisfræðipróf sem ég las fyrir í eina og hálfa viku, las næstum og glósaði alla kaflana sem voru til prófs en það nægði sko ekki til – mér gekk vægast sagt hræðilega í þessu prófi- tók mig að meðaltali svona 10 mín við hverja spurningu að átta mig á hvað væri verið að spyrja að svo voru svarmöguleikarnir ekkert skárri. Í spurningu með möguleikana 1-5 gat ég valið um að svara í lið 3 að a og b liður væri réttur?? Eða (all above are correct)?? Sem sagt kennararnir ekki alveg nógu góðir í þýðingunum.
Síðan fór ég í Lyfjafræðipróf sem mér gekk ágætlega í þrátt fyrir mjög takmarkaðan tíma til að lesa undir það próf.
Örveru og sýklafræði hmmm.. þvílikir doðrantar til prófs þar og bara happa og glappa hvernig mér gekk þar??
Síðan var Ónæmis og meinafræði sem mér gekk (mér til mikillar undrunar) mjög vel í!
Var síðan að fá einkun í dag úr verknáminu og fékk ég 9.0 fyrir það – jibbí jei!!
Leiðinlegu fréttirnar eru þær að minn elskulegi kærasti er búinn að yfirgefa mig- eða öllu heldur farinn að fljúga flugvélum og mun vera að því þangað til ég hitti hann næst sem verður í London þann 11. janúar- já góðu fréttirnar eru þær að við ætlum að skella okkur saman til London í janúar og vera í heila viku þar.
Jólin eru að koma- núna er Þorláksmessa og ég er búin að kaupa allar gjafirnar en á eftir að pakka þeim inn.
Gleðileg Jól
Kv Lilja Dögg


2 Comments:
Hæ hæ Lilja og
Gledileg jól og allt það!
Kveðja, Karen og Siggi
Hi Lilja!! How are you?..I Don't know how are you? in long time very much!!,I hope you are fine,well is everything.
I Wish you a very MERRY CHRISTMAS and HAPPY 2006!,I think about you and hope that all your wishes for the next year will come true for you!,How was christmas for you?,Are you going out today?
Hope to hear from you soon!
Edgar
Post a Comment
<< Home