bbb

Tuesday, November 15, 2005

Þriðjudagur til þrauta?? / "þreytu"

Í dag er ég búin að liggja yfir skýrslu í lífeðlisfræði um áreynslulífeðlisfræði, sem er “mjög áhugavert”. Fór í kringluna að skoða jólagjafir en keypti engar. Lagði mig þegar ég kom heim (því ég átti það skilið). Bauð familíunni minni (stórfamilíunni í móðurætt) í kaffiboð annað kvöld til að sjá flottu íbúðina okkar Steina, og endaði síðan daginn á því að fara á þjóðarbókhlöðuna til að finna heimildir í næsta verkefni sem ég á að skila í hjúkrunarfræði. Ekki beint spennandi líf en...
Ég er komin með smá hnút í magan því að dagarnir og vikurnar fljúga áfram og minna en mánuður í próf og ég ekki byrjuð á próflestrinum!! Úff, púff!
Kannast einhver við þetta?

4 Comments:

At 12:12 PM, Blogger Lilja Dögg said...

dí! væri samt alveg til í að vera búin svona snemma í prófum -en þarf samt alveg á tímanum að halda

 
At 12:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Hvers vegna eru engar myndir af mér á bloginu þínu ?????

Hjaltinn

 
At 5:52 PM, Blogger Lilja Dögg said...

Ég set bara inn myndir af fallegu fólki Hjalti minn:-) ( nei -djók!) finnst bara ekki viðeigandi að hafa mynd af viðhaldi kærasta míns inn á bloggsíðu minni- hehe

 
At 12:35 AM, Anonymous Anonymous said...

koma svo og blogga stelpa!
próf er engin afsökun fyrir bloggleysi....
gangi þér vel við lesturinn

 

Post a Comment

<< Home