Er ég farin að grána?
Mikið rosalega er þetta líf eitthvað skrýtið. Samt auðvitað mjög skemmtilegt.
Ég var að uppgötva mjög skrýtinn hlut hérna fyrir fáeinum dögum. Þetta var nú eitthvað sem ég bjóst nú ekki við að mundi gerast fyrr en eftir svona 20 ár eða svo.
En ég var að greiða á mér hárið eftir að ég kom úr sundi og það var farið að þorna aðeins
En svo ég sé nú ekki að lengja þetta neitt meira þá er farið að skína í fáein grá hár í hársrót minni (sem er orðin 3-4cm) !
Pabbi minn sagði mér nú í dag til að hughreystingar að hann hafi nú líka verið farinn að sjá í nokkur grá hár þegar hann var um tvítugt. "já Lilja mín maður er nú ekkert verri þó maður fari að grána fyrr en aðrir".
Ég sem ætlaði að fara að láta vaxa á mér hárið og hætta að láta að lita það. hmmmm... veit ekki hvort það sé sniðugt??


1 Comments:
Já sniðugt!Ég verð nú að bæta við smá fróðleik sem ég lærði í Lífeðlisfræðinni í vetur.
En í hársrótinni er litarefnið melanin og ef það er ekki til staðar myndast loft sem gerir að verkum að hárin verða grá.
Post a Comment
<< Home