bbb

Wednesday, September 28, 2005

Líf hjúkrunarnema á 2. ári

Hvað allt er nú að gerast hjá manni. Liggur við að ég sé ekki að höndla þetta nám. Hjúkrunarfræðin orðin svona gífurlega verkleg og kröfumikil. Verklegi tíminn í síðustu viku gerði nú útslagið þegar ég lærði að sprauta- úff!! Okkur var kennt á þessi tæki nálar og sprautur og svo bara “versego”! “nú þú gera”! Við sprautuðum hvor aðra (ekkert plat) reyndar með vítamíni ekki morfíni. Þetta tókst og ekki eins erfitt og ég hélt en ég fékk síðan bakslag þegar þetta var yfirstaðið og nálin farin inn og hendurnar skulfu. En þetta gekk stórslisalaust. Var síðan að koma úr verklegum tíma núna áðan og þar var verið að kenna á þvaglegggi, stóma, stólpípur o.fl. Maður fer þá kannski að verða nýtanlegur í ýmislegt gagnlegt sem hjúkrunarnemi. Síðan er komið í ljós hvert mér verður plantað í verknám í vetur en það er Bæklunarskurðdield LSH í Fossvogi sem er bara mjög spennandi.
Meira tengt námi eða “ekki námi” er að fara í skólaferðalag til Vestmannaeyja um næstu helgi- wuhú!!! Alltaf gaman í eyjum! Þar verður vísindaferð á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og Lundaball og læti!!!
Þar til síðar
Bless, bless.

Wednesday, September 21, 2005

Eltingarleikurinn mikli!

Úpps ég var ekki alveg a fatta hvað fælist í þessu hjá Höddu Hrund að “klukka” mig. En ég er sem sagt að fatta það núna sem segir mikið um það hversu fattarinn minn er lengi að fara í gang. Ég á sem sagt að segja e-a fimm hluti um sjálfa mig.

1. Ég er búin að nefna eitt sem er einkennandi við sjálfa mig en það er hversu lengi ég er að fatta. Á það til að vakna upp á næturnar hlæjandi yfir e-u sem ég lenti í yfir daginn eða e-r segir mér brandara sem ég er að fatta daginn eftir- sem getur komið mjög skringilega út fyrir fólk sem er í kringum mig og heldur að ég sé að hlæja af sér.

2. Á vissum sviðum er ég mjög skipulögð þó svo að ég reyni að láta lítið á því bera. Er t.d með væga þráhyggju yfir að raða hlutum. Dæmi: þegar ég raða í hillur þurfa helst allar möppurnar að vera í sama lit og af sömu tegund.

3. Pæli mjög lítið í því hverju ég klæðist fyrir djamm og svollis sem ég er að fatta að ég er ein um, fæ ævinlega spurningar frá hinum og þessum skvísum hverju ég ætla að klæðast fyrir fyrirhugað skrall. Ég hugsa frekar lítið útí svoleiðis nema svona hálftíma áður en ég legg af stað sem kemur sér ekki alltaf vel!!!

4. Verð stundum mjög veik þegar að ég fer að hugsa um ferðalög til framandi landa og langar helst að bóka mig strax án þess að pæla of mikið! Þetta er mjög skrýtin tilfinning fyrir þá sem ekki hafa upplifað þetta. Ég tek upp ferðabæklinga og fer að skoða ferðir sem mig langar að fara í (helst í gær) og svo fara lófarnir svona að svitna og ég tek upp dagatalið og skoða hvort ég geti ekki farið og síðan er buddan tekin upp og peningarnir taldir og svo svona æi- ég pæli í þessu seinna! “En minn tími mun koma!”

5. Verð líka að viðurkenna að ég veit ekki rassgat um einhverja útlenska artista sem eru annað hvort söngvarar eða leikarar, hommar eða aumingjar og hef nú oftar en ekki fengið það í hausinn!!! Ég veit ekki shit um neitt af þessu pakki nema ef eru sætir strákar eða álíka þekktir og “Julia Robins”. Ég er farin að taka þann pólinn í hæðina og segja bara já og amen eins og mér sé ekki skítsama. Steindór missti líka andlitið um daginn þegar ég hélt að Led Zeppelin væri söngvari í Bítlunum.

Þá er komið að mér- múhahahaha! Að klukka e-a þrjá heppna. Þeir eru:
Rut Stefánsdóttir (því hún er svo skemmtileg)
Guðrún hjúkkuengill (því engin lífsmörk hafa verið á blogginu hennar í marga mánuði)
Hjalti Grétarsson (Því það er alger snilld að lesa bullið í honum á blogginu hans)
Gangi ykkur vel!

Snilldar helgi


iha! svif um loftin bla! Posted by Picasa

Sten the pilot on my flight. Posted by Picasa

Hef ákveðið að svara kalli frá yfir skinkunni og snillingnum henni Höddu Hrund þar sem hún hefur skorað á mig að blogga sem fyrst.
Síðasta helgi er það sem koma skal! sem var fullbókuð af skemmtilegheitum
Föstudagur: (ekki flöskudagur)
Byrjaði með allsherjar tiltekt hjá okkur Steina sem við erum búin að bíða lengi eftir að drífa í. Skutluðum öllu draslinu sem ég á að Fálkagötu 14 og svo var reynt að koma þessu frábæra drasli mínu (bókum o.fl) fyrir sem gekk ekki vel!! Já okkur vantar pláss! Við gáfumst fljótt upp á þessu og drifum okkur í bíó á hina frábæru mynd “Strákarnir okkar” sem að okkar hálfu var nú bara frekar góð allavegana húmor að okkar skapi☺.
Laugardagur: (ekki þynnka)
Þá helt tiltektin sem byrjaði daginn áður áfram. Við reyndum að halda áfram að raða dótinu okkar snyrtilega en það bara gekk alls ekki svo við ákváðum bara að skella okkur í hina sívinsælu verslun IKEA eða eins og Steini kallar þetta IKEA “skatturinn”. Sú ferð hjálpaði okkur aðeins en ekki mikið. Nóg um það!!
Kvöldið var síðan tekið með trompi. Byrjuðum í fertugsafmæli hjá frænda mínum sem var nú bara mjög skemmtilegt. Steindór minn varð hrókur alls fagnaðar þar sem hann er snillingur í gítarleik og sungið var langt frameftir kvöldi í svaka stuði. Langt síðan að ég hef getað þanið raddböndin svona mikið!!!!!!!! Eftir ammilið heldum við niður í miðbæ ásamt mági mínum til að skoða mannlífið, stefnan var tekin á Hressó. Mjög gaman- eða þangað til að Gummi mágur bauð mér tequila staup- fuck!!! Djöfuls ógeð mar!! Varð full á núinu. Fórum síðan á Thorvaldsen sem var bara snilld! Góður taktur þar eða þangað til að Steindór fékk all svakalegan magaverk og hjúkkuvaktin mín tók við að fara með kallinn minn heim og hjúkra honum.
Sunnudagur:
Brunch hjá Foreldrum Steindórs og hele familien hans! Sem var auðvitað alveg frábært eins og allt sem viðkemur þeim. Mamma hans eldaði handa okkur snilldar fiskisúpu (sem er líklega besta súpa í heimi!). Þá getur maður sagt að maður sé að verða lögleg í fjölskyldu hans. En Steindór þekkir orðið alla í minni fjölskyldu betur en ég sjálf geri! Ekki tók verra við þegar boðið var búið þá var komið þetta frábæra veður og Steini bauð auðvitað elskunni sinni í útsýnisflug á flugvélinni sinni YAK-52 sem er Rússnesk listflugsflugvél. Flugum vestur í átt að Bifröst þar sem bústaður fjölskyldu hans er og sáum Eldborgarhraunið eins og það leggur sig. Þetta var alveg frábært og toppaði daginn!