Úpps ég var ekki alveg a fatta hvað fælist í þessu hjá Höddu Hrund að “klukka” mig. En ég er sem sagt að fatta það núna sem segir mikið um það hversu fattarinn minn er lengi að fara í gang. Ég á sem sagt að segja e-a fimm hluti um sjálfa mig.
1. Ég er búin að nefna eitt sem er einkennandi við sjálfa mig en það er hversu lengi ég er að fatta. Á það til að vakna upp á næturnar hlæjandi yfir e-u sem ég lenti í yfir daginn eða e-r segir mér brandara sem ég er að fatta daginn eftir- sem getur komið mjög skringilega út fyrir fólk sem er í kringum mig og heldur að ég sé að hlæja af sér.
2. Á vissum sviðum er ég mjög skipulögð þó svo að ég reyni að láta lítið á því bera. Er t.d með væga þráhyggju yfir að raða hlutum. Dæmi: þegar ég raða í hillur þurfa helst allar möppurnar að vera í sama lit og af sömu tegund.
3. Pæli mjög lítið í því hverju ég klæðist fyrir djamm og svollis sem ég er að fatta að ég er ein um, fæ ævinlega spurningar frá hinum og þessum skvísum hverju ég ætla að klæðast fyrir fyrirhugað skrall. Ég hugsa frekar lítið útí svoleiðis nema svona hálftíma áður en ég legg af stað sem kemur sér ekki alltaf vel!!!
4. Verð stundum mjög veik þegar að ég fer að hugsa um ferðalög til framandi landa og langar helst að bóka mig strax án þess að pæla of mikið! Þetta er mjög skrýtin tilfinning fyrir þá sem ekki hafa upplifað þetta. Ég tek upp ferðabæklinga og fer að skoða ferðir sem mig langar að fara í (helst í gær) og svo fara lófarnir svona að svitna og ég tek upp dagatalið og skoða hvort ég geti ekki farið og síðan er buddan tekin upp og peningarnir taldir og svo svona æi- ég pæli í þessu seinna! “En minn tími mun koma!”
5. Verð líka að viðurkenna að ég veit ekki rassgat um einhverja útlenska artista sem eru annað hvort söngvarar eða leikarar, hommar eða aumingjar og hef nú oftar en ekki fengið það í hausinn!!! Ég veit ekki shit um neitt af þessu pakki nema ef eru sætir strákar eða álíka þekktir og “Julia Robins”. Ég er farin að taka þann pólinn í hæðina og segja bara já og amen eins og mér sé ekki skítsama. Steindór missti líka andlitið um daginn þegar ég hélt að Led Zeppelin væri söngvari í Bítlunum.
Þá er komið að mér- múhahahaha! Að klukka e-a þrjá heppna. Þeir eru:
Rut Stefánsdóttir (því hún er svo skemmtileg)
Guðrún hjúkkuengill (því engin lífsmörk hafa verið á blogginu hennar í marga mánuði)
Hjalti Grétarsson (Því það er alger snilld að lesa bullið í honum á blogginu hans)
Gangi ykkur vel!