bbb

Sunday, May 11, 2008

Að gera sér glaðan dag!


Þá erum við Sóley loksins búnar að skila lokaverkefninu til leiðbeinandans (sem NB heitir lika Sóley). Það má segja að okkur hafi gengið mjög vel að vinna saman, höfðum til að byrja með smá áhyggjur um hvort vinskapurinn mundi endast, og viti menn við þolum ennþá hvor aðra. En þessi lokaverkefnistími hefur verið nýttur til hins ítrasta, við hugsuðum þetta frá byrjun sem vinnu, þar sem við mætum kl c.a 9-10 á morgnana og stimplum okkur út á milli kl 16- 22 á kvöldin, svona eftir stress stauts!
Vorum alveg að fara að gefast upp í síðustu viku þegar leiðbeindandi endaði á að kalla okkur inn á "teppið" þurftum að laga nokkra kafla sem við héldum að væru góðir en þetta hófst með baráttuviljanum!
Við gátum samt sem áður gert okkur glaðan dag á fimmtudaginn (daginn f skil), þar sem við skelltum okkur í göngu gegn slysum sem var frá Landspítalanum á Hringbraut til Fossvogs, í alveg hreint steikjandi blíðu!. já, við hættum snemma þann daginn, þar sem eftir gönguna tók við enn meiri skemmtun þar sem við ákváðum að halda áfram í góðgerðarstarfseminni og það með að styrkja gott málefni en það var Blátt áfram sem stóðu fyrir styrktartónelikum á Nasa, fullt af snillingum sem komu fram og sungu!
Ég var síðan í gær boðin í afmæli til Örnu bekkjasystur sem var alveg meiriháttar, þar sem við erum nú að klára námið þurftum við að rifja ýmis atriði upp, já claususinn var ræddur í þaula, sem var alger snilld, þ.e þegar við vorum allar að keppast við hvor aðra um að komast áfram, hverjir voru kennarasleikjur og hverjir gjömmuðu mest... jarí jarí jarí
En jæja best að halda áfram að njóta þess að vera búin að skila lokaverkefninu!
og btw... nenni ekki lengur að blogga þar sem mig vantar orðið stuðningshóp! Hvar eru KOMMENTIN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

4 Comments:

At 9:12 PM, Blogger Champinn said...

Comment frá mér því þú ert svo yndisleg, en segðu mér eitt, hvar eru súkkulaðirúsínurnar :D

 
At 12:51 AM, Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir gærdaginn.. hann var snilld frá a-ö og við mössuðum þetta þokkalega þarna rétt fyrir kl 15!
Ég er dyggur stuðningshópur.. ekki hætta að blogga! ;) Mín mestu mistök að hafa hætt hér forðum hihi....
Anyway.. nú ferað styttast í að við getum sett masterpísið í prenntun og förum í sólina til Mex! ú je beibí!
og hættu nú að fela súkkulaðirúsínurnar fyrir Steina!

 
At 10:17 PM, Blogger Lilja Dögg said...

okay Sóley, skal gert! 6 dagar i Mex!

 
At 6:19 PM, Anonymous Anonymous said...

Hi Lilja!,How're you doing?,I send you a hug and wishes for HAPPY BIRTHDAY!! HAPPY BIRTHDAY TO YOU in June 7,much happiness now and always,Best Wishes.
Edgar
P.S, I don't have heard you at Facebook.com so long,are you deleted it?,tell me,let me know,O.K?,Hope to hear from you soon.

 

Post a Comment

<< Home