bbb

Sunday, May 27, 2007

Lambaljosmoðir



Litlu lömbin eru farin að jarma. Já ég er sem sagt komin heim úr sveitinni eftir að hafa sýnt lömbunum ljósið sem lambaljósmóðir. Þetta gekk allt stórslysalaust fyrir sig nema þegar krumminn mætti á svæðið og sá sér leik á borði þegar eitt lítið og vesælt lamb varð viðskilja við móður sína, hann krunkaði í lambið eins og segir í kvæðinu um hann krumma. Svona gerist þegar lambaljósmæður sofa!
Nóg af monti! Þessi ferð var alger snilld. Ég og Ásta Lovísa ákváðum að ráða okkur sem vinnukonur í þrjá daga á sveitabæinn hjá foreldrum Röggu. Foreldrar Röggu eru alveg yndisleg enda ekki hver sem er sem mundi nenna að taka á móti svona Reykjavíkurdömum. En takk fyrir það!
Í sveitinni fylgdumst við með þegar ærnar báru og tókum á móti lömbum ef illa gekk burðurinn hjá ánum. Við héldum hátíðlega upp á afmæli Ástunnar með kökuveislu og gjöf sem var gúmmískór! Við hjálpuðum til við að marka lömbin, brynntum fénu, gáfum á garðann, horfðum á ærnar hlaupa undan Röggu rosalegu og Röggu hangandi á hornunum á ánum þegar hún reyndi að fanga þær! Hvað fleira? jú við grilluðum pylsur, horfðum á Röggu sveitakonu baka pizzu. Láum í sólbaði fyrir utan bæinn á samt Grímu þ.e hundinum á bænum.
Svo síðast en ekki síst fórum við í heimsókn til Mæju "yfir-lambaljósmóður" sem er með hátækni fjós! Þar var tekin hálfgerð vísindaferð þar sem Mæja leiddi okkur i gegnum allt fjósið, sýndi okkur kálfa í öllum stærðum og gerðum sem vildu ólmir éta á mér puttana! síðan voru okkur sýndar kýrnar þegar þær voru mjólkaðar í hátækni mjaltarvél, sem var hálfgerður kassi sem þær stigu inn í, síðan var það tölva sem stjórnaði mjaltartækinu! voða vinsælt meðal beljanna, því það var nammi í þessum mjaltar-tölvu-kassa þ.e beljufóður sem þær elska.
Þá vitið þið það!

Sunday, May 13, 2007

Nóg að gera!

Síðasta prófið búið og það var í gær. Sama dag og Eurovision og Kosningarnar.
Prófin hafa gengið bara ágætlega. Aðeins þrjú próf sem er alger snilld!
Ég hélt geim fyrir skólasystur mínar í gær sem var bara mjög fínt, grilluðum og gláptum á imbann og dilluðum okkur við tónlist. Enduðum niðri í bæ eftir skrallið hjá mér og fórum á Gauk á stöng, þar sem stemmningin var frekar slöpp enda allt liðið á Pallashóvi á NASA.
Á tímabili fór ég að finna hinar ýmsu lykt, stóð mig að því að vera að hnusa að hárinu hennar Röggu, fannst svo voða góður ilmur að hárinu hennar, ekki leið á löngu þar til við vorum allar farnar að hnusa að hárinu á hver annarri!?? Weird!! Svo kom Sóley geðhjúkrunarsnilli með svakalega uppgötvun! þetta var ilmur sem við höfðum ALDREI fundið fyrir á djamminu áður! (hún taldi þetta í upphafi vera ofskynjanir og við værum að fá geðklofa) en niðurstaðan var sú að við áttuðum okkur á því að það væri ekki leyfilegt að reykja á GAUKNUM svo shampóhárslyktin hélt sér og var ekki kæfð í reykingarstybbu!! ýkt! og starfsfólkið stóð sig mjög vel því þegar kunningjakona mín kveikti sér í rettu réðust þeir að henni og sögðu við hana að hún væri rekin út ef hún heldi áfram að reykja!

Sumarið er að ganga í garð! vei! Sauðburðurinn á Sunnuhvoli var að hefjast fyrir nokkrum dögum og þvíeykið Lilja, Ragga og Ásta ætla að fara að gera sig klárar til að aðstoða rollurnar bera.
Við erum líka orðnar svaka göngugarpar þ.e hjúkkuskvísurnar o.fl. Í sumar á að klífa fjöllin á höfuðborgarsvæðinu reglulega og það er komið af stað. Einnig er golf -vertíðin að hefjast og ég þarf að fara að vera dugleg að æfa mig! Nóg að gera! þannig á það að vera!