Fræðsla, árátta og sótsvartir einkennisklæddir karlmenn!
Allt að gerast!
Búin að halda minn fyrsta fyrirlestur! Þetta var fræðsla til eldri borgara í félagstarfi og ég var með svaka fróðleik um þvagleka, eins spennandi og það kann að hljóma- dæmi hver fyrir sig. Þetta gekk allt stórslysalaust fyrir sig, stressið í lágmarki- mér til mikillar furðu og allt gekk voða vel:-)
Var að koma úr sundi með Röggu sveitakonu. Ragga er núna voða fróð um geðfatlaða og var snögg að geðgreina eina dömuna sem var í sundi og greindi hana með útlis-áráttu!!! Úff... gellan var með dökkt sítt hár og súkkulaði brún á líkamanum, síðan var hún með gaur og þau voru saman í heita pottinum og það slitnaði ekki slefið á milli þeirra allan tímann, bara verið að éta hvort annað, fyrir framan gesti sundlaugarinnar!!! Síðan fóru þau upp úr lauginni svona u.þ.b korteri á undan okkur, þá var gellan ennþá í sturtu að raka sig og það allstaðar= leggi, læri, hendur... jú neim it! Svo klæddi hún sig fyrir framan spegilinn, setti á sig skrilljón krem með alveg rosalegum ávaxtailmum og NB bar á sig út um allt og líka á bakið, slétti síða hárið sem var spegilslétt fyrir! og tróð sig í nýþröngar gallabuxur... þetta kallast sem sagt á íslensku útlitsárátta! Ég átti sem sagt ekkert í hana þessa, þó svo að ég sé auðvitað svaka gella og skvísa og allt það þá toppaði þetta mig:-)
Ég er búin að plana kvöldið, það verður djamm í kvöld, þar sem það er Sumardagurinn fyrsti á morgun og frídagur. Stefnan er tekin á Pravda þar sem hjúkkuskvísur ætla að fjölmenna, þemað er stutt pils og sólgleraugu! Verst að vera ekki á lausu þar sem einkennisklæddir sótsvartir slökkviliðsmenn verða með uppistand allt kvöldið! Svo er það vel grillaður kebab sem verður snæddur þegar hungrið fer að segja til sín í nótt!
Eru ekki allir geim?


1 Comments:
Hæhæ,
til í surf hvenar sem er, það er hinsvegar spurning hvort hægt sé að fá heavy weight bretti fyrir kallinn þinn...?!?!? ég skal tékka á því ;) bið að heilsa
Post a Comment
<< Home