All you need is love.....
Mikið gaman, mikið fjör!
Byrjuð í verknámi eftir tveggja vikna leti og slen heima fyrir. Eins og kom fram í síðasta bloggi þá er ég staðsett á Þvagfæraskurðdeild 13 D á LSH. Er mjög ánægð með fyrstu vikuna – lofar góðu. Búin að læra ýmislegt um vandamál tengd þvagfærum hjá fólki svo ég fari nú ekkert í of mikil smáatriði að þá ætla ég að stikla á stóru um minn feril þarna. En er búin að gerast svo fræg að setja upp þvagleggi sem er víst mjög vinsælt hjá hjúkkunemum að fá gera og svo sumir fái nú ekki algeran hrylling þá get ég sagt að ég hafi nú aðeins stússast með nálar, lyf o.fl.
Meira tengt námi þá verða mikil vísindi annað kvöld þar sem hjúkkunemum er boðið til sjúkrahúss Keflavíkur til að fræðast um starfsemina þar (og kannski fá sér einn eða tvo bjóra??). NB- ekki svo langt síðan að ég var þar í aðeins öðruvísi tilgangi??
Steindór minn lét sig hverfa síðasta þriðjudag og ætlar ekki að láta sjá sig næstu þrjár vikurnar – þessi elska. En kannski vert að minnast þess að við erum búin að vera saman í 1 ár!
More later
Cya!


1 Comments:
Til hamingju með árið ;) time goes by..!
Hlakka til að skála með þér á morgun :)
Post a Comment
<< Home