Nú er sumar, gleðjist..
Var að fatta að ég væri ekkert búin að blogga síðan í mars, sem er auðvitað alger skandall. En er búin að vera mesti nörd í geimi að lesa og glósa fyrir vorpróf! Búin með prófin og mér gekk bærilega- (þangað til annað kemur í ljós) ég er þá orðin hálfnuð með þetta nám eða 2/4 búnir.
Eftir prófin er ég búin að bralla ýmislegt eins og; skemmta mér með hjúkkum með öllu tilheyrandi, sleikja sólina í sundlaugum Reykjavíkurborgar, fara með Steina í rómantíska ferð uppí sumarbústað fjölskyldu hans, skoða með honum í brjálaðri norðanátt og roki Hraunfossa og Barnafoss, sleikja sólina í skóginum (Skallagrímsgarði) í Borganesi, slá í nokkra golfbolta á nesinu, slappa af og dreyma um að ég eigi eitt próf eftir sem ég hafði gleymt í öllum látunum í prófunum..- og það var sko yndislegt að vakna í morgun og vita að svo væri ekki!
Framtíðin er síðan fríhelgi, júróvisíón stuð og geim í kvöld, byrja að vinna á mánudaginn, og síðan fer að styttast í afmælið mitt!
Bæjó.


0 Comments:
Post a Comment
<< Home