Hjúkkuskvísa
rausar...
Monday, January 23, 2006
Sunday, January 22, 2006
London !!!
Ég er komin heim í snjóinn og skaflana.
Frá höfuðborg Englands, London. Já þetta var mitt fyrsta skipti í London og líka mitt fyrsta skipti í London með Steina. “Ógó” skemmtileg borg! Heill hellingur af fólki sem þvælist fyrir hvort öðru á götunum. Sem mér fannst reyndar svolítið pirrandi til lengdar. En við skemmtum okkur samt alveg mjög vel þarna. Nutum þess að geta verið ein saman og skoðað London. Þetta var líka hálfgerð fjölskylduferð, þar sem bróðir Steina var að útskrifast sem Meistari í Lögfræði og famelian fagnaði þessum áfanga með honum.
Ég gerði nú ýmisleg af mér þarna sem er kannski ekki frásögu færandi. En Steini er held ég farinn að venjast mér. Veit ekki alveg hvað þetta er með mig og fræga einstaklinga- þeir alveg heillast að mér! Mér var boðið á “date” með hverjum öðrum en George Clooney og þvílíkir gullhamrar sem hann sló til mín! Hann var svo hrifinn af mér að ég átti ekki til orð. Lenti síðan í smá hasar og látum í miðri skotáras í London og hver annar en hetjan James Bond kom mér til bjargar áður en vondi karlin náði mér! Stuttu seinna var ég svo heppin að vera boðin til veislu með ýmsum snillingum og þ.á.m Fidel Castró og fékk mynd af okkur saman. Það eru ekki allir eins merkilegir eins og ég! Ó nei!
Við nutum einnig dýralífsins í London sem er mjög skrautlegt! Við fórum fallegan listigarði þar. Varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að dúfa settist á mig og fékk sér að éta úr lófa mínum, en þetta var því miður ekki hvít dúfa. (væri gaman að fá komment um hvað það táknar ef hvít dúfa sest á mann??)
Eitt sem var kannski frekar skondið var að rúmið á hótel herberginu okkar var alveg grjóthart og því vorum við eins og e-r spítukallar eða ég var að drepast í mjöðmum og hnjám og Steini að drepast í bakinu svo við röfluðum eins og eldgömul hjón allan daginn, ég um verk í fótum en hann í baki.
Við gerðum mikið af því að borða alveg frábæran mat og með enn betir félagsskap eða fjölskyldu Steina. Það sem stendur upp er japanskur restaurant mmm... allskonar smáréttir og góðgæti og ekki verra að konan sem ég held að hafi átti staðinn fannst ég alveg frábærlega klædd og langaði að kaupa af mér kjólinn sem ég var í það kvöldið! Keypti mér nefnilega tvo alveg frábæra Kína-kjóla sem ég fékk hjá götusala í Covent Garden (á skít og ingen ting!).
En sem sagt alveg frábær ferð sem ég hefði ekki viljað missa af!
Sunday, January 08, 2006
Gamlárs uppgjör 2005
Síðasta ár var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt ár að minni hálfu. Hér fyrir neðan er pistill um ýmislegt sem átti sér stað á árinu 2005 í mínu lífi.
Í fyrsta lagi þá náði ég klásusnum í hjúkkunni og mikil fagnaðarlæti sem fylgdu þeim sigri, rasaði ærlega út þá önnina og tók djammið í Reykjavík og vísindaferðum föstum tökum.
Í öðru lagi þá urðu líka miklir fagnaðarfundir þegar ég og Steindór hittumst aftur eftir tveggja ára hlé þann 5. mars- þvílíkur happadagur!!
Í þriðja lagi þá gengu Sigga stóra systir og Kristján mágur í það heilaga.
Í Fjórða lagi eignuðust Beta systir og Gummi mágur dóttur sem alger gullmoli!
Í fimmta lagi þá var þetta sumar frábært og nóg að gera, naut þess að vera með Steina útum allar trissur- í sumarbústað hjá foreldrum hans, Goslokahátíð í Vestmannaeyjum auk þjóðhátíðar með vinum og kunningjum. Skoðuðum okkur síðan um á Snæfellsnesi og fórum í afmæli og fleiri veislur.
Í sjötta lagi flutti ég að heiman og til Steindórs!
Í sjöunda lagi þá var íbúðin okkar Steina tekin í gegn, veggir málaðir, lagt parket á gólf og nýjar hurðir settar upp í stað þeirra gömlu.
Í áttunda og síðasta lagi var ég í prófum í desember, var hundleiðinleg og skapvond enda voru prófin að þessu sinni mjög strembin!!
Gleðilegt ár 2006 til allra!!
takk fyrir síðasta ár!








