Góða kveldið góðir hálsar!
Verð nú bara að tjá mig smá um vikuna sem senn er á enda.
Hún hljómar svona:
"Golf, golf, golf, golf, golf. Vinna, vinna, vinna, vinna.
Já þið lásuð rétt ég gerðist svo fræg og skráði mig á GOLFNÁMSKEIÐ fyrir konur og er því búin að vera í golfi alla þessa vikuna. Lærði þar með eins og sumir segja hvernig maður á að troða tannkreminu í túbuna. Nei, ég segji það nú ekki lengur þar sem mér finnst ég finna aðeins meiri tilgang en það í þessu. Fjórir dagar fóru í að slá endalaust í tennisbolta og golfbolta til skiptis með hinum og þessum útfærslum, löngum og stuttum skotum. Þetta hefur gengið hjá mér... (segji ekki meira en það). Síðan var dagurinn í dag þar sem við spiluðum 9 holu völl, og minni gekk bara ágætlega, ekki allir boltar eins og hjá Tiger Woods en samt nokkrir mjög nálægt.
Síðan fór eini frídagur vikunnar í það að láta bora í tönn hjá mér.
Ég var nú alveg búin að reikna það út að helmingurinn af deginum færi í að finna til þegar deyfingin færi úr tönnunum, og var ekki alveg sátt við það svo ég spurði bara tannlækninn hvort ekki væri hægt að sleppa þessari deyfingu. "jújú ekkert mál ef þú bara passar að vera með opinn munninn" Svo byrjaði hún að bora og fann lítið sem ekkert fyrir þessu, og þetta er sko mun skárra en að vera tilfinningalaus í kjaftinum. Svo mín segjir núna bara Deyfa?? "NEI TAKK! Svo fór restin af deginum í að vera í sundi og sólbaði. Snilld!

