Hjúkkuskvísa
rausar...
Friday, July 30, 2004

Of mikið af grobbi kannski, en ég varð nú að sýna aðal montið mitt úr ferðinni. Er þarna nýstokkin út úr flugvél í 10 þús. feta hæð! Svo birtist camerumaðurinn fyrir framan mig og smellti af mér fullt af góðum myndum. Sá sem stekkur með mér heitir Anthony og stökk NB- líka með hana Hjördísi sem verður með mér í interrailinu. Þarna er ég sem sagt í frjálsu falli yfir þessum stórkostlega fallega bæ Swakopmund í eyðimörk Namibiu.
Thursday, July 29, 2004
Góðan daginn gott fólk! Dreif loksins í að setja á fót svona blogg (grobb) síðu. Markmiðið er sko að reyna að vera dugleg að blogga meðan ég verð í Interraili um Evrópu í ágúst. Mjög sniðugt þar sem ég nenni sennilega ekki að vera eins dugleg að skrifa dagbók eins og ég gerði í Afríkuferðinni minni í vetur. Væri líka alger snilld ef hægt væri að senda myndir á meðan ég verð úti. Fyrir þá sem hafa gaman af að skoða myndir af frábæru reunioni sem ég fór í þann 10. júlí þá það hér http://snaelo.tk |





