Frægðin kallar
Komin timi á blogg! Hef samt frá engu að segja,
Ég er að undirbúa mig undir síðustu prófin í B.S . Barnahjúkrunar og Bráðahjúkrunarpróf í næstu viku!!! Þannig að ég er bara að fara að klára Þetta, samt nóg eftir! Lokaverkefnið, það þarf víst að klára það!
Nú er farið að styttast í að ég verði fræg! Þar sem ég verð ég forsíðuefni tímarits hjúkrunarnema, Curator! Já, það getur verið erfitt að vera vinsæl, á von á því að það rigni inn atvinnutilboðunum þegar blaðinu verður dreift út en það verður bara “to bad”fyrir þá því ég er búin að ákveða hvar ég mun vinna í sumar, já, hin Almenna skurðdeild LSH var fyrst til að bjóða í mig, svo ég tek ekki öðrum tilboðum nema hinir bjóði betur, en efast um það þar sem Almenna skurðsviðið toppar allt!
En uss! Barnahjúkrunin bíður!

