bbb

Monday, January 28, 2008

"Hann Tumi fer að fætur við fyrsta hanagal"


Það er janúar morgun þegar Lilja vaknar upp kósveitt eftir fremur svefnlausa nótt. Farsíminn hennar hringir hinu vanalega stefi, já þessu rólega og ljúfa og lága stefi, sem þýðir að nú sé kominn tími til að vakna. Hún ýtir á hnapp á símanum sínum sem gefur henni 5 min hvíldarpásu milli stefa, en það gefur henni færi á að slefa í koddann.
Stefið er farið að hafa minnkandi áhrif á hana með tímanum og svæfir hana frekar en að vekja hana.
Kvöldinu áður hafði hún ákveðið að taka í taumana, nú var nóg komið. Hún stillti heimasímann sinn og lét hann hringja 20 min á eftir farsímanum en heimasímann staðsetti hún inni í eldhúsinu. Þegar hann síðan byrjaði að suða eða ekki beint suða heldur spila 9 sinfóníu Bach (eða e-ð álíka) með háum tón sem allir í nágrenninu vakna við, þá rýkur Lilja á fætur, hún sprettur frammúr og slekkur á þessari hringingu. Þá var ekki lengur til setunnar boðið, nú varð hún að vakna. Fyrir aftan símann var hraðsuðuketill tilbúinn til að sjóða vatn, bolli fyrir framan hálffullur af haframéli og 1 vítamínskammtur ásamt lýsi. Hún lætur hraðsuðuketilinn vinna á meðan hún skellir sér á salernið, burstar tennur og þetta vanalega... býr síðan pennt um rúmið eins og sannri húsmóður er einni lagið. Þá er vatnið soðið og tilbúið til að blandast haframélinu. Síðan japlar hún á hafragraut og holla “stuffinu” !! Síðan er það bara “load and go” en það voru orðin sem hún lærði þann daginn, eða hlaða og hlaupa. Þar sem þetta var hennar fyrsti verknáms dagur á slysó.

Thursday, January 17, 2008

Sidasti skoladagurinn




Síðasti skóladagurinn á morgun. Spurning hvort hann verði öðruvísi en hinir? Við erum reyndar á fullu að taka upp myndband af okkur skvísunum fyrir árshátíðina sem verður þann 9. febrúar n.k. Vorum í gær að taka upp senur þar sem við lékum læknanema á stofugangi sem var frekar fyndið. Á morgun er það síðan fyrirlestur í bráðahjúkrun og fundur hjá félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, já það vilja allir ólmir fá okkur á fund þegar við erum loksins að klára námið.
Héldum hið sívinsæla hádegisverðarhlaðborð skólans í dag. Sem gekk vonum framar, náðum að selja allan baksturinn okkar.

Verð nú að fá að segja frá undrum og stórmerkjum sem enn gerast. Steindór bauð mér í skíðaferð til Akureyrar s.l helgi. Hann hefur ekki stigið á skíði í svona 20 ár og lét verða að því núna. Fengum íbúð á Akureyri hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna sem var snilld. Fórum á skíði á laugardeginum í alveg hreint snilldar veðri, sól og blíðu. Hann kom mér alveg svakalega á óvart hehehe... ekkert vantraust samt. Þurfti strákinn ekki nema eina ferð til að koma sér í skíðafílinginn.. hann renndi sér af fullum krafti niður brekkurnar, fórum tvær ferðir í barnalyftunni og svo beint í stólinn!!! Eftir þetta má segja að vinsælasta sportið á heimilinu sé skíði!!!

Fórum um kvöldið í rómantískan dinner á Bautanum og nutum félagskapar þessa hérna (mynd)/(hvað sem þetta er nú eiginlega)??:


En annars leikur lífið við mann. Steindór er að fara í útiveru hjá Atlanta til Jedda á laugardaginn. Síðan þykist hann ætla að skella sér í golferð með fjölskyldu sinni í lok febrúar, hann má það ef hann verður góður við mig... hehehhe...

En skólinn á hug minn allan þessa dagana. Er að fara á Reykjalund í næstu viku í verknám sem ég valdi sjálf og síðan tekur við slysó í fossvogi og gjörgæslan við hirngbraut. Lokaverkefni og barnahjúkrun, próflok 21. Apríl, skil á lokaverkefni, vörn á lokaverkefni, útskrift 14. Júní!!! Og síðast en ekki síst Mexíkó 26. Maí til 12. Júní.