bbb

Monday, December 31, 2007

6 ferðalangar i skiðaferð a Italiu


Þessi jóla-áramótaskíðaferð er nú búin að vera alger snilld. Hér vaknar maður kl 8 á morgnana á undan öllum Ítölunum til að ná brekkunum nýtroðnum og góðum. Skíðar alveg villt og galið til kl 11:00 þegar Ítalirnir eru vaknaðir og farnir að teppa brekkurnar. Þá tekur við barningur við lyfturnar, þ.e að berjast um að fá að vera í röðinni, já, Ítalir kunna sko ekki að vera í röð frekar en Íslendingar. Við vorum ekki lengi að læra á þetta. Það sem gildir er að stinga þá með skíðastöfunum, berja aðeins í þá með öxlunum og reyna að breiða aðeins úr skíðunum og íta þeim út í horn, því þeir kalla sko ekki allt ömmu sína. Síðan þegar maður hefur fengið sig fullsadda á svínaríinu á þeim, þá er málið að skella sér á restaurant sem eru staðsettir víðsvegar um fjallið, svona um kl 11:30, en það er áður en þeir verða svangir, þá sleppur maður við að vera með þeim í röð eftir mat. Síðan þegar maður er búin að fá sér smá í gogginn, þá er málið að skíða nokkrar ferðir á meðan að brekkan er auð því þá eru Ítalirnir allir farir að éta. Svo þegar þeir koma aftur þá er málið að finna nýjar leiðir um fjallið og skíða þær. Síðan að finna góða leið í lok dags til að skíða sem næst hótelinu okkar ARNICA.

Þessi skíðaferð er búin að vera svo mikil snilld. Fyrsta daginn voru smá ský á himnum, en síðan hefur verið heiðskýrt og steikjandi sól alla hina dagana nema í gær þegar það snjóaði slatta efst í fjallinu.
Fór annan daginn minn í skíðakennslu hjá Ítölskum skíðakennara Stefano, sem lét mig skíða á carving skíðum sem eru snilld. Aðal málið hjá honum var að ég fengi skíði sem færu mér vel, Ítalir eru allir í tískunni. En allavegana þá rifjaði hann upp fyrir mér það sem ég lærði þegar ég var að æfa skíði á sínum tíma. Byrjaði á því að vorum efst í fjallinu og skíðaði með mig niður allt fjallið í svakalegum beygjum sem tóku vel í lærin, svo vorum trixin æfð á carving skíðunum. Smá samvikubit núna að hafa ekki keypt ein slík eftir kennsluna þar sem mín skíði eru orðin slæm, allir kantar uppnotaðir og mjög erfitt að stoppa mig af.
Dolinda og family alger snilld! Ég og Már höfum verið hvað villtust í skíðunum, erum reyndar ekki búin að fara í svörtu brekkurnar, en það er einn dagur eftir enn?? Við höfum vakað snemma og skellt okkur í eina rauða brekku sem er alveg draumur snemma að morgni, hún er svona í brattari kantinum, svo þar er hægt að æfa öll trixin og taka vel á því. Síðan hefur Kjartan sem er að verða “táningur eftir 3 daga” verið á snjóbretti og er orðin alger snillingur á því, búin að fara nokkrum sinnum í kennslu og búinn að læra aðal trixin sem nauðsynlegt er að kunna á snjóbretti. Síðan er það Sveinn Rúnar sem er 8 ára hann tekur okkur hin í bakaríið. Hann fór í skíðakennslu fyrstu dagana og er orðinn svaka töffari eftir það. Verður frekar pirraður þegar við segjumst ætla í Rauðu brekkurnar og hann fái ekki að koma með því þær séu svo brattar, (það er auðvitað hardbannað að "skilja útundan") já, hann fer sko létt með þær og tekur frammúr okkur öllum.

Þetta er nú bara smá shortcut á aðalatriðunum
Ciao Ciao bella!!

Friday, December 07, 2007

A skiðin fyrir jolin!

Meiri fréttir af WC
Er alveg að faraast í skrokknum eftir æfingu sem ég fór í í fyrradag. Ég mætti eftir smá hlé í interval tíma (sem er n.b tími sem tekur á bæði styrk og þoli), er reyndar búin að prófa kickbox tíma en það var um daginn. En já eins og ég var að segja þá var þetta vont þ.e.a.s í dag og líka meðan á þessu stóð.
Tíminn byrjaði vel á meðan maður var að dilla sér í takt við dúndrandi stuð músík, síðan lét kennarinn okkur gera masssívar hnébeygjur- alveg endalaust lengi, eftir þær titraði ég svo og skalf í fótunum. Síðan tók við hlaup og hopp og skopp, ég reyndi að pína mig eins og ég gat, hef aldrei vitað annað eins. Áfram hélt brjálæðið og við tóku massív átök á efri helming líkamans þ.e hendur og það var heldur ekkert af auðveldari kantinum þá byrjuðu lærin að skjálfa meira.
En hvað um það, en allavegana hélt ég að ég væri sú eina sem væri að farast eftir tímann, en það voru fleiri og vanar manneskjur sem töldu þetta vera massívt púl- við kölluðum tímann jólaáts átakið mikla! Eða í kjólin fyrir jólin. Eða eins og ég ætti að segja á skíði fyrir jólin.
Síðan eftir tímann hef ég auðvitað verið að versna, síðastliðin nótt var hrikaleg þar sem ég er vön að snúa mér á alla kanta meðan ég er að sofna og það var þvílíkt erfitt síðustu nótt, það var eins og ég væri að lyfta grjóti þegar ég færði fæturna.
En stundum verður maður að hafa það aðeins vont til að geta haft það gott síðar, og það á við vonandi núna, vona að skíðaferðin verði betri fyrir vikið, þ.e að ég renni betur niður brekkurnar á Madonna di campiglio.

Held að þið lesendur góðir verðið að sætta ykkur við myndalausa bloggfærslu í þetta skiptið, bicepsinn ekki orðinn nógu frægur til þess að láta sjá sig aftur á blogginu.