bbb

Wednesday, September 19, 2007

W.C


Úfff... var að koma af alveg rosalegri æfingu, lyfti lóðum í takt við stuðmúsík og svitnaði eins og mo fo... Já þið heyrðuð rétt!!! Lilja Dögg fór á æfingu, hvað er langt síðan að það hefur gerst... tja ekki svo langt síðan þar sem ég fór líka á æfingu í síðustu viku. En svona satt best að segja hef ég ekki æft neitt að viti síðan ég var að æfa skíði hérna i gamla daga og það eru svona tíu ár síðan!!! Keypti mér kort í World Class (skammstafað WC) áðan = 6 mánuðir og ég er harðakveðin í að vera dugleg að nota það. En það sem varð til þess að ég fór að kaupa mér kort var eiginlega að ég fór í WC á kynningu /vísindafeð fyrir 2 vikum og þar fékk ég svo mikið sem gefins 1 viku í Laugar WC í íþróttasal og baðstofuna frægu. Ég hékk þar öll kvöld í síðustu viku og leið eins og prinsessu. Þar gat ég farið í slökun við arin, heitan pott, kaldan pott, skrillón gufur og borðað mat í sundfotum og sloppi eins og alger prímadonna!!!
Skilyrðið sem ég setti mér þessa einu viku var að ég yrði að vinna fyrir því að fara í baðstofuna. Ég þurfti að taka vel á því til að eiga það skilið að fara í baðstofuna, ég prufaði í fyrsta sinn að fara i tíma með kennara og tíminn sem ég valdi kallast interval tími og þvílíkt sem maður tekur á og svitnar!!! Þetta endaði sem sagt á því að ég keypti þetta kort.

Fór á myndina Astrópía um daginn með Steina sem var NB snilld, hló mig máttlausa yfir þessum nördahúmor. Í myndinni fann ég fyrirmynd mína hvað kropp varðar- já hún Ragnhildur Steinunn er svaka vöðvabúnt og er stefnan sett á að verða eins og hún!!! Á kannski langt í land en...
Hjúkkurnar tóku af mér mynd um daginn þar sem tvíhöfðinn á mér sést greinilega og nú er bara að sjá hvernig ég verð eftir þessa 6 mánuði.. muhahhaha!!!