bbb

Sunday, July 15, 2007

Sól, ganga og geitungar!!!







Þetta er nú meira sumarið!!! Ég ætla ekki að segja að ég sé komin með ógeð af sól en það er mjög nálægt því, eintóm blíða í þrjár vikur, er hægt að hugsa sér það betra?? "þarf ekki lengur að "worka tanið", það er bara komið til að vera ef þessi blíða heldur áfram.
Var reyndar orðin mjög svartsýn fyrir viku síðan þegar ég og Steini vorum búin að plana ferðalag um Suðurlandið því þar var spáð rigningu allan tíman sem við ætluðum að vera að ferðast, en vitið menn, steikjandi hiti og sól alla dagana, nema í Landmannalaugum þegar það rigndi úrhelli og blés á okkur!! Þetta var alveg mjög vel heppnað, Fórum eins og áður sagði fyrst í Landmannalaugar, síðan Þjórsárdal þ.e skoðuðum Hjálparfoss og Gjánna sem var vinsæll útilegustaður í "gamla daga" síðan Gullfoss og Geysi, Þingvelli í bak og fyrir, Seljalandsfoss og Skógafoss og síðast en ekki síst fórum við til Vestmannaeyja á hina svokölluðu Goslokahátíð. Snilldin ein!
Næst á dagskrá er að ganga Laugaveginn... váá.. ég er ekki að meina frá Hlemmi að Lækjartorgi, heldur frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk... úff, aðeins kvíðin en þetta verður gaman eftir fyrsta göngudaginn sem á víst að vera HELL! endalaust að ganaga upp í móti. Allt að smella.
Vinnan gengur vel, farið að reyna vel á hjúkkuhæfileika mína- nærvera, stuðningur, ráðgjöf .... tímaskortur, stress, vaktaálag! allt i bland en líka mjög gaman, skemmtilegur starfsandi, nóg að læra. finnst ég aðallega vera að vinna á kvöldin og á næturna. Þessa dagana er ég kölluð "geitungurinn" af sjúkingunum því ég er mikið í að stinga þau með hinu og þessu!! hehe, bara fyndið:-)