Biturleiki
Biturleiki er orð sem er efst í huga mér núna. Í fyrsta skipti er ég frekar bitur út í verknámið! Búin að vera í tvær vikur í hjúkrunarstjórnunar verknámi þar sem mjög skýr fyrirmæli komu um hvað við ættum að gera í þessu verknámi. Við áttum að vera hálfgerðir verkstjórar yfir deildinni en vegna þess að deildin "gooderaði" það ekki þá fékk ég ekki að njóta mín og fékk mínus frá deildinni fyrir að vera að gera það sem mér var ætlað að gera. Það að skipuleggja tímann minn og úthluta öðrum verkefnum svo ég hefði betri tíma til að sinna hjúkrunarverkefnum. Já, ég veit þetta er mjög biturt að vera skammaður fyrir að vera að gera það sem maður fær fyrirmæli um að gera! En Lilja er svo góð og sagði bara já og amen og kyngdi þessum bita og reyndi að halda öllum góðum.
úff, var að vinna í vinnunni minni í gær á 12 E er núna þar í aðlögun sem hjúkka, crazy doing! Kalla þetta reyndar ekki aðlögun heldur að kasta sér út í djúpu laugina! vá hvað það er í mörg horn að líta í þessu starfi! fékk 5 min pásu til að éta 2 hrökkbrauðsneiaðar og síðan unnið til miðnættis- en átti að vera til 23 en svona er þetta brjálað að gera og þá er bara að vinna lengur.
Nóg af biturleika, en ég er að fara í eins vikna frí frá verknámi á mánudaginn og það verður fínt:-) Síðan ferð að líða að því að Lilja verði ein í kotinu aftur því Steini er að fara að flughermast í Finnlandi í 3 vikur! Ég lifi það af.



