bbb

Saturday, March 24, 2007

Biturleiki

Biturleiki er orð sem er efst í huga mér núna. Í fyrsta skipti er ég frekar bitur út í verknámið! Búin að vera í tvær vikur í hjúkrunarstjórnunar verknámi þar sem mjög skýr fyrirmæli komu um hvað við ættum að gera í þessu verknámi. Við áttum að vera hálfgerðir verkstjórar yfir deildinni en vegna þess að deildin "gooderaði" það ekki þá fékk ég ekki að njóta mín og fékk mínus frá deildinni fyrir að vera að gera það sem mér var ætlað að gera. Það að skipuleggja tímann minn og úthluta öðrum verkefnum svo ég hefði betri tíma til að sinna hjúkrunarverkefnum. Já, ég veit þetta er mjög biturt að vera skammaður fyrir að vera að gera það sem maður fær fyrirmæli um að gera! En Lilja er svo góð og sagði bara já og amen og kyngdi þessum bita og reyndi að halda öllum góðum.
úff, var að vinna í vinnunni minni í gær á 12 E er núna þar í aðlögun sem hjúkka, crazy doing! Kalla þetta reyndar ekki aðlögun heldur að kasta sér út í djúpu laugina! vá hvað það er í mörg horn að líta í þessu starfi! fékk 5 min pásu til að éta 2 hrökkbrauðsneiaðar og síðan unnið til miðnættis- en átti að vera til 23 en svona er þetta brjálað að gera og þá er bara að vinna lengur.
Nóg af biturleika, en ég er að fara í eins vikna frí frá verknámi á mánudaginn og það verður fínt:-) Síðan ferð að líða að því að Lilja verði ein í kotinu aftur því Steini er að fara að flughermast í Finnlandi í 3 vikur! Ég lifi það af.

Monday, March 05, 2007

myndir og yndi



Hin mikla myndatökumanneskja fyrr og síðar hefur nú bætt við myndasafnið á síðu sinni og eru þar nú komnar inn myndir af síðustu viðburðum úr lífi hennar. í myndasafni þessu er að finna myndir frá ferðalagi okkar Steina á Gullfoss og Geysi og síðan er hin ný yfirstaðna árshátíð Curator. Hér með leyfi ég myndunum að tala sínu máli. http://public.fotki.com/lda83/
Það er nú ýmislegt að frétta úr lífi Liljunnar. Ég er komin með vinnu í sumar. Ætla að breyta aðeins til, held mér reyndar við skurðsviðið á landspítalanum og færi mig upp um eina hæð á LSH, já það er 13 G sem skurðdeild efri meltingarvegur, þar eru ýmsar aðgerðir gerðar á vélinda og bypass eða eins og læknarnir kalla "bolluaðgerðir" þar sem maginn er minnkaður hjá þeim sem eru hættulega feitir. Ég er búin að vera í tveggja vikna fríi í skólanum og á eina viku eftir enn í fríi- ekki alveg nógu dugleg að læra en það kemur!!
Ég og Steini eigum afmæli í dag- 5. mars. Við erum búin að vera saman í tvö ár! Voða gaman. Erum búin að vera að halda upp á afmælið síðustu vikuna. Fórum í sumarbústaðinn í Grímsnesinu, Við fjöruborðið og fengum okkur humar og síðan á Gullfoss og geysi- í alveg rosalegu frosti- brbrrrrrrr- kalt! Síðan var það á laugardaginn síðasta sem við fórum á árshátíð hjúkkunema- sem var alger snilld!
Annað sem er líka á döfinni en það er að ég er að fara til úglanda í sumar með mömmu og tengdamömmu og slatta af miðaldra konum! Kvennagolfvika í himmellanded í DK- svo nú hefjast miklar æfingar, því maður þarf víst að kunna e-ð í golfi bæði að telja stig og bala bla...
Er síðan búin að festa dagsetningu á laugarvegsferð með Röggu hjúkku í sumar sem verður 5 daga ferð! gaman, gaman- við erum alveg öskrandi spenntar! 18.- 22. júlí minnir mig?? allir að koma með!