Skóli, skóli, skóli
Farið að styttast í próf. Komin með ógeð af ritgerðarvinnu og verkefnavinnu. Svo prófin leggjast bara vel í mína núna:-) Allt er skárra en að vera með verkefni á herðunum! Hefur læðst að mér sú hugsun að undanförnu ..-"hvenær lýkur þessari skólagöngu"... Þarf ég kannski að vera endalaust í skóla. Nei, það er 1 og hálft ár eftir... úff... jú jú þetta er farið að skána, mér sýnist skólinn vera farinn að skána verulega, búin með það leiðinlegasta og svo bara súkkulaðið eftir:-) Er að fara að taka fyrir hjúkrunarfög eftir jól.. e-ð sem kallast hjúkrunarstjórnun sem ég veit ekki hvað er?? er búin að fá margar gerðir af hvað það er. Kannski er það ég sem stjórna vöktunum, eða er það ég sem er að skipa starfsfólkinu fyrir?? ég bara veit það ekki. Gaman að sjá hvernig þetta verður. Svo er það Geðhjúkrun sem ég er svaka spennt fyrir e-ð sem ég hef mjög takmarkaða reynslu í.
Farið að styttast í jólin. sem verða vonandi ljúf þetta árið. Fyrstu jólin þar sem Lilja fær að vera með kærastanum sínum. Það verður ljúft:-)
Eins og heyrist þá hef ég frá litlu að segja en ég bara verða að halda blogginu gangandi. Get reyndar sagt frá smá montsögum af mér. Ég er orðin "svaka kokkur" farin að elda uppskriftir úr "af bestu lyst" sem eru alger snilld. Klúðraði einni!!! og þá voru gestir í mat- því miður notaði bayonne skinku í stað kalkúnabringu sem ég framreiddi fyrst hráa- smá mistök!! og síðan er aðal montið að ég kann að úrbeina læri!!! já, takk ég er alveg rosaleg! Fékk smá kennslu frá Röggu ofurhjúkku og gerði föður minn svaka stoltan af eldunarhæfileikum mínum. "ekkert mont"
Veit reyndar að enginn nennnir að lesa þetta lengur, þetta er orðið of lang svo ég segi bara bless, ekkert stress og verið hress!

