bbb

Sunday, February 12, 2006

Lífið- námið- vinnan

Svo ég haldi nú lífi á þessari síðu.
Frekar lítið að frétta úr mínu lífi. En ýmislegt samt búið að gerast þrátt fyrir það.
Ég og Steini erum búin að kaupa jeppa (Mishubizhi Pajero sport), ég náði líka að skemma hann þegar við vorum búin að eiga hann í viku. Komst í fréttirnar og alles! Svo nú erum við að leita að öðrum eins bíl.
Ég er að fara að byrja í fyrra verknáminu mínu eftir viku sem verður skurð og svæfingar hjúkrun á LSH við hringbraut. Seinna verknámið er síðan í mars og þá fer ég á þvagfæraskurðdeild. Meira um LSH við hringbraut er nefnilega líka komin með vinnu þar í sumar á Hjarta og lungna skurðdeild. Svo mín er búin að segja skilið við elliheimilin þetta sumarið.
Annars gengur lífið bara sinn vanagang- Steini er að stússast úti í hinum stóra heimi og er væntanelgur heim í næstu viku.